Brandari vikunnar Maður sem lyktaði eins og bruggverksmiðja kom inn á skyndibitastað og settist við hliðina á presti. Bindið á manninum var drullugt, andlitið allt út í varalit og hálffull ginflaska stóð út úr vasanum á rifna jakkanum hans. Hann opnaði dagblað og byrjaði að lesa. Eftir nokkrar mínútur snýr maðurinn sér að prestinum og spyr:,,Heyrðu faðir, hvað veldur liðagigt?'' ,,Herra minn, henni veldur of mikið næturlíf, að vera með ódýrum og rugluðum konum, of mikið alkóhól og fyrirlitning á náunganum.'' ,,Ég er svo hissa'' sagði hálffulli maðurinn og hélt áfram að lesa dagblaðið. Presturinn fór að hugsa um hvað hann hefði sagt við manninn og ákvað að biðjast fyrirgefningar. ,,Ég biðst afsökunar, ég ætlaði ekki að vera svona ruddalegur. Hvað hefurðu haft liðagigt lengi?'' ,,Ég er ekki með liðagigt, ég var að lesa að páfinn hefði hana.''