Þegar Halli var búinn að byggja sér nýtt hús hitti hann nágranna sinn sem lét hann vita af því að það væri betra fyrir þau hjónin, Halla og Hölllu, að kaupa sér gluggatjöld sem fyrst. - “Í gærkvöldi sá ég ykkur nefninlega elskast í svefnherberginu af mikilli innlifun,” sagði nágranninn. - “Ha, ha, gott á þig,” sagði Halli. “Ég var ekki einu sinni heima í gærkvöldi!”
—–

Hafnfirðingur var að læra að fljúga en hafði villst í flugprófinu þannig að umfangsmikil leit sóð yfir í háloftunum. Þegar loksins náðist samband við hann í gegnum talstöð var hann beðinn um að gefa upp hæð og staðsetningu. “Ja, ég er svona einn og áttatíu og sit fremst í flugvélinni…”

—–

Staurblankir kunningjar lögreglunnar í Hafnarfirði ákváðu að ræna banka í Reykjavík. Þeir settu upp grímur og ruddust inn með offorsi og látum, hvor með sína haglabyssuna. - “Upp með hendur, þetta er rán!” - “O, Hafnfirðingar, einu sinni enn,” sagði þá gjaldkerinn og ræningjana rak í rogastans. - “Nú, hvernig sérðu það?” spurðu þeir. - “Þið sagið alltaf vitlausan enda af haglabyssunni!” svaraði gjaldkerinn að bragði.