Starfsmaður á pósthúsinu fann bréf í póstinum sem aðeins var stílað á Guð. Á umslaginu var ekkert frímerki svo bréfið var opnað. Það reyndist vera frá 8 ára dreng sem hafði skrifað Guði til að láta vita af því að nokkrir unglingspiltar hefðu stolið af honum 4000 krónum. Honum þótti þetta mjög leitt því hann hafði fengið þessa peninga með því að halda tombólu og hann ætlaði að afhenda Rauðakrossinum peningana.

Konunum á póstinum þótti þetta hjartnæmt og táruðust sumar þegar bréfið var lesið því þær fundu til með drengnum. Þær lögðu í púkkið og tókst að safna kr. 3.500. Þetta var í lok mánaðar og því var lítið buddunni hjá sumum kvennanna. Peningarnir voru boðsendir heim til drengsins seinna þennan dag.

Nokkrum dögum síðar birtist á póstinum annað bréf stílað og Guð. Nú söfnuðust allir starfsmennirnir til að hlusta á bréfið en það hljóðaði svo:

“Elsku Guð, ég þakka þér fyrir að senda mér 4.000 krónurnar. Hvað heldurðu að hafi skeð, einhver stal 500 krónum, ég er viss um að kellingarnar á póstinum hafi gert það.”