Kanínukötturinn (já heimurinn er skrítinn) spurði mömmu sína
kanínuna hvers vegna hann væri eiginlega “kanínuköttur”.
“Nú, það er nú eiginlega þannig, að þegar ég var ung var ég svolítið villt…svo var líka mjög dimmt… svo pabbi þinn er reyndar köttur” svaraði kanínumamman. Kanínukötturinn sætti sig við svarið, vegna þess að kanínumamman
fullvissaði hann um að hún elskaði kanínuköttinn sinn allveg jafn
mikið og hina ungana sína.
Tíminn leið og kanínukötturinn fór til að skoða heiminn. Hann var
hress og átti auðvelt með að eignast nýja vini. Dag einn hitti hann mjög skrítna veru. “Hæ, ég er kanínuköttur, hvað ert þú?”
“Ég er mýfluguljón”, var svarið. Það var merkilegt, hugsaði kanínukötturinn, það hlýtur að hafa verið mjög dimmt.
Göngutúrinn hélt áfram og dag nokkurn hitti hann aftur eitthvað
sem hann hafði ekki séð áður. “Hæ, ég er kanínuköttur, hvað ert þú?” “Ég er elgfluga”, var svarið. Uss hvað það hefur verið dimmt, hugsaði kanínukötturinn. Mamma þessa hefur verið jafn villt og mamma mín. Svo hélt göngutúrinn áfram og einu sinni enn hitti hann veru sem hann hafði aldrei séð áður. “Hæ, ég er kanínuköttur, hvað ert þú?” “Ég er lögregluhundur!”