Hér eru nokkrir brandarar og gátur.

Gátur/Aulabrandarar

Hver er munurinn á banana og Hafnfirðingi?
Svar: Bananinn þroskast en Hafnfirðingurinn ekki!

En hvað er sameiginlegt við þá? (bananann og hafnfirðinginn)
Svar: það er eitthvað bogið við þá báða.


Hver er munurinn á ljósku og Bens?
Svar: Þú lánar ekki Bensinn.


Af hverju eru ljóskubrandarar svona stuttir?
Svar: Til að karlmennirnir skilji þá!

Brandarar

Dag einn sá Lalli lögga ljósku á rosalega flottum bíl og öfundaði hana svo mikið að hann gerði hring á götuna með krít, stoppaði ljóskuna og sagði henni að fara inn í hringinn. Ljóskan gerði það. Fyrst kastaði Lalli fullt af dóti í bílinn, ljóskan skellihló, síðan braut hann rúðu, og ljóskan hló ennþá, síðan kveikti hann í bílnum og ljóskan hlá enn. Síðan sagði Lalli: Hvað er svona fyndið? Ljóskan svarar: Ég steig út úr hringnum og þú tókst ekki eftir því!

Hehe, veit ekki um marga fleiri sem ekki hafa verið sendir inn hér á huga…


Prófaðu þetta!

Næst þegar einhver manneska spyr þig: Hvað heitirðu? Skaltu svara með nafninu þínu og segja svo: ein það er ekki með (einhver bókstafur sem er ekki í nafninu þínu) eins og ef þú heitir t.d. Karólína geturðu sagt: Karólína, en það er ekki með g. Þá svarar manneskjan sem þú ert að tala við væntalega: En það er ekkert g í karólína. Þá segir þú: Ég veit það! Ég var að segja þér það!


Spurðu vin þinn:
Af hverju mála fílar alltaf neglurnar á sér í mörgum litum?
Vinur þinn svarar örugglega: Ég veit það ekki.
Það er til að þeir geti falið sig í m&m skálum.
Svo í framhaldi af því segir þú:
Hefurðu séð fíl í m&m skál?
Nei, segir vinur þinn örugglega.
Þarna sérðu, segir þú, þetta virkar!Þið hafið örugglega heyrt þetta allt, en endilega skrifið álit, geriði það, engin skítköst! Þó að það sé ekki mikið um svoleiðis í brandaragreinum!