Bara snilld Þetta er brandarar af síðunni minni.


1. Jónas var staddur í lyftu í stóru og fallegu húsi í borginni við sundin og var á leiðinni upp. Þegar hann var kominn nokkrar hæðir upp, stoppaði lyftan og forkunnarfögur dama gekk inn. Jónas fann að hún var með dýrt ilmvatn og hafði notað mikið af því. Stúlkan tók eftir því að hann var að nasa út í loftið og sagði með nokkrum þjósti „Romance frá Ralph Lauren, 15.000 krónur glasið.“

Stuttu seinna stoppaði lyftan aftur og inn gekk önnur fegurðardís með mikið ilmvatn. Hún sá að Jónas var að þefa, svo hún leit niður til hans og sagði „Chanel No. 5, 20.000 krónur únsan.“

Um það bil þrem hæðum seinna stoppaði lyftan þar sem Jónas ætlaði út. Áður en hann fór út úr lyftunni, horfði hann í augun á stúlkunum, blikkaði augunum, beygði sig fram, rak við og sagði „Bakaðar baunir frá Heintz, 128 krónur dósin.



2. Frá Fræðslumiðstöð í fíknivörnum

Nýjar rannsóknir hafa leitt í ljós að bjór inniheldur kvenhormón og er því
hættulegur fyrir karlmenn.
Karlmenn sem drekka bjór taka upp hegðunarmynstur kvenna og ef drykkjunni
er haldið áfram geta þeir átt á hættu að breytast í konur.
100 karlmenn voru látnir drekka bjór og eftir aðeins sex bjóra voru
áhrifin orðin sýnileg á öllum mönnunum (100%).

Þeir:
Þyngdust
Fóru að blaðra tóma vitleysu
Gerðust alltof tilfinninganæmir
Gátu ekki keyrt
Gátu ekki hugsað rökrétt
Rifust útaf engu
Og neituðu að biðjast afsökunar þótt þeir hefðu rangt fyrir sér.

Að teknu tilliti til ofangreindar þátta er sterklega varað við bjórdrykkju
meðal karlmanna.



3. Tveir litlir krakkar eru að bíða á læknastofu og stelpan er að gráta: ,,Af hverju ertu að grenja?'' spyr strákurinn.
,,Af því að ég er að fara í blóðprufu og læknirinn ætlar að skera í puttann á mér.'' kjökrar stelpan. Þá byrjar strákurinn að háskæla. ,,Af hverju ert þú farinn að grenja?'' spyr stelpan.
Af því að ég er að fara í þvagprufu…




4. Þrenn hjón, gömul, miðaldra og nýgift, fóru í kaþólsku kirkjuna og vildu ganga í söfnuðinn.

Presturinn segir við þau að til þess þurfi þau að lifa skírlífi í tvær vikur.

Hjónin ganga að þessu og koma aftur eftir tvær vikur.

Presturinn segir þá við gömlu hjónin: “Gátuð þið lifað án kynlífs í tvær vikur?”.

Gamli maðurinn svarar strax: “Ekkert mál, faðir”. “Til hamingju!”, segir presturinn. “Velkomin í söfnuðinn!”. Hann snýr sér að miðaldra hjónunum og segir: “Gátuð þið lifað án kynlífs í tvær vikur?”.

Maðurinn svarar: “Fyrsta vikan var í lagi en seinni vikuna þurfti ég að sofa á sófanum nokkur kvöld. Við höfðum það samt”. “Til hamingju!”, segir presturinn. “Velkomin í söfnuðinn”.

Að lokum segir hann við nýgifta parið: “Jæja, gátuð þið verið án kynlífs í tvær vikur?”

“Nei”, sagði ungi maðurinn dapur í bragði. “Við gátum ekki verið án kynlífs í tvær vikur”.

“Hvað gerðist?”, spyr presturinn. “Konan mín missti mjólkurfernu í gólfið. Þegar hún beygði sig niður til að taka hana upp, stóðst ég ekki mátið og tók hana aftan frá.”

“Þið skiljið”, segir presturinn, “að þetta þýðir að þið eruð ekki velkomin í söfnuðinn”

“Við skiljum það”, segir ungi maðurinn. “Við erum heldur ekki velkomin í Bónus”.




5. Kona liggur í dái á sjúkrahúsi, tvær hjúkkur eru að þvo
henni með svamp, önnur er að þvo á henni lærin og fer
svo á milli fótanna, þegar að hún strýkur yfir píkuna
tekur hún eftir viðbrögðum á skjánum.

Hjúkkurnar tala strax við eiginmann konunnar og segja
honum að hversu galið sem það virðist vera þá gætu
smá munnmök kannski hjálpað henni úr dáinu.

Maðurinn er nú frekar efins um þetta, en þær lofa að
hann fái algert næði og að auki er það þess virði að
reyna. Maðurinn fellst loks á ráðagerðina og fer inn til
konu sinnar, en eftir nokkrar mínútur sjá hjúkkurnar sér
til mikillar skelfingar að hjartariti konunnar verður
skyndilega flatur _____. Enginn púls, enginn
hjartsláttur! Þær hlaupa inn í herbergið og koma að
manninum að hysja upp um sig buxurnar,

“hvað skeði eiginlega?” segir önnur hjúkkan,
“ ég veit það ekki” segir hann,
“ég held að hún hafi kafnað!”







6. Það leit út fyrir að Guð væri búinn að skapa það sem unnt væri að skapa þegar hann uppgötvaði að það voru tveir hlutir eftir og hann ákvað að skipta þeim milli Adams og Evu.
Hann sagði þeim að annar hluturinn gerði það að verkum að eigandinn gæti pissað standandi. “Mjög eigulegur hlutur” sagði Guð og spurði hvort þeirra hefði áhuga.
Adam hoppaði upp og niður og bað “Góði Guð gemmér ‘ann. Ég verð að fá ’ann. Þetta er eitthvað sem menn verða að hafa. ”plís - plís - plís - gerðu það…..ég verð að fá ‘ann“
Eva brosti og sagði Guði að fyrst að hann væri svona áhugasamur þá væri henni alveg sama þótt hann feng’ann. Úr því að Adam var svona áhugasamur gaf Guð honum hlutinn sem gerði honum kleyft að pissa standandi.
Adam rauk af stað og sletti aðeins á nálægt tré og hljóp síðan niðrí fjöru og skrifaði nafnið sitt í sandinn - þvílík heppni hugsaði hann….
Guð og Eva horfðu á Adam smá stund og þá sagði Guð við Evu: ”Jæja, ég reikna þá með að þú viljir hinn hlutinn Eva“
”Hvað er það kallað? “ spurði Eva.
Heili, svaraði Guð.





7. Öskubuska var orðin gömul og lúin þegar álfadísin kom og bauð henni
þrjár óskir. Fyrst óskaði Öskubuska sér þess að hún yrði falleg og ung, viti
menn hún varð ung og sæt. Önnur óskin var að hún yrði ofboðslega rík.
Óskin rættist vel. Svo óskaði hún sér þess að hundurinn hennar breyttist í
fallegan og góðan prins. Eftir 5 mínútur sagði prinsinn mjóróma, þú hefðir
ekki átt að gelda mig þarna um árið.



8. Einn góðan veður dag dóu þrír menn og fóru til Lykla-Péturs. Lykla-Pétur sagði þeim að það væri ekki auðvelt að komast til himnaríkis, og spurði þá þess vegna hve oft þeir höfðu haldið framhjá konunum sínum. Sá fyrsti sagðist aldrei hafa haldið framhjá konunni sinni og þess vegna lét Lykla-Pétur hann fá Bens til að keyra til himnaríkis. Annars sagðist hafa haldið framhjá konunni sinni 2-3 sinnum og þess vegna lét Lykla-Pétur hann fá Skoda til að keyra til Himnaríkis. Sá Þriðji sagðist aftur á móti nota hvert tækifæri til að halda framhjá konunni sinni svo að Lykla-Pétur lét hann fá hjól til að fara upp til himnaríkis, þegar að hann var hálfnaður, más og móður sá hann að Bensinn var kyrrstæður úti í kanti. Hann stoppar og sér að sá fyrsti er grátandi við stýrið hann spyr hvað sé að, þá svara sá fyrsti: ” það var þannig að ég mætti konunni minni og hún var fótgangandi“



9. Jónas og Guðmundur voru góðir vinir. Þeir ræktuðu saman kartöflur, plöntuðu trjám, spiluðu saman um helgar og fóru stöku sinnum saman á hverfiskrána. Báðir voru giftir. Jónas átti sjö börn, en Guðmundur á aðeins eitt, þó þeir hefðu verið giftir í svipaðan tíma.

”Segðu mér, Guðmundur minn,“ sagði Jónas, ”hvernig ferðu að því að eiga bara eitt barn á sama tíma og ég er búinn að eignast sjö?“

”Jú, sko, ég nota örugga tímabilið,“ sagði Guðmundur.

”Örugga tímabilið?“ segir Jónas, ”hvenær er það?“

”Annan hvern þriðjudag þegar þú ert á Lions fundi.“







10. Magga: Æi, gerðu það.


Jónas: Nei. Láttu mig vera.


Magga: Þú ert ekkert lengi að þessu.


Jónas: En ég get ekki sofnað á eftir.


Magga: Ég get ekki sofið nema þú gerir þetta.


Jónas: Af hverju læturðu þér detta svona í hug um miðja nótt?


Magga: Af því að ég er HEIT og BLAUT.


Jónas: Þú verður heit og blaut á ólíklegustu tímum.


Magga: Ef þú elskaðir mig, þá þyrfti ég ekki að biðja þig.


Jónas: Ef þú elskaðir mig, þá tækir þú meira tillit til minna þarfa.


Magga: Þú elskar mig ekki lengur.


Jónas: Jú víst, en eigum við ekki að sleppa þessu í nótt.


Magga: (snökt-snökt)


Jónas: (aaaææííí) Allt í lagi, ég skal gera þetta.


Magga: Hvað er að? þarftu vasaljós?


Jónas: Ég finn hann ekki.


Magga: Æi, í Guðanna bænum, reyndu að þreifa þig áfram.


Jónas: Hana! Fann hann. Ertu nú ánægð?



Magga: Ó, Guð, já!


Jónas: Og næst þegar þú vilt hafa gluggann opinn, þá getur þú opnað hann sjálf!




11. Magga kom heim gráti nær og greinilega mjög brugðið. Jónas reyndi að hugga hana og spurði hana hvað hefði komið fyrir. ”Það var þessi maður sem ég hitti niðri í bæ,“ sagði hún. ”Hann var hræðilegur. Hann var svo dónalegur að ég hef eiginlega aldrei heyrt annað eins. Ég vissi strax að hann myndi bara vera til vandræða. Hann kallaði mig öllum illum nöfnum og notaði þvílíkan rudda-munnsöfnuð að togarasjómaður myndi fara hjá sér.

Hann hótaði mér meira að segja öllu illu!“ ”Nei, heyrðu mig - hvernig hittir þú þennan mann?“ spurði Jónas, sem var nú orðinn reiður og tilbúinn að vega mann og annan. ”Það var fyrir algera tilviljun,“ sagði Magga. ”Ég bara keyrði á hann.“



12. FBI er með þrjá menn í atvinnuviðtali, þeir tala við þá einn í einu. Fyrsti maðurinn kemur inn og sest niður, FBI maðurinn spyr hann, ”elskarðu konuna þína?“, maðurinn svarar að hann elski hana mjög mikið, ”elskarðu land þitt?“ spyr FBI maðurinn þá, ”já það geri ég“ svarar hann, ”hvort elskarðu meira konuna þína eða land þitt?“ spyr FBI gaurinn næst, ”land mitt“ svarar maðurinn. ”Allt í lagi“ segir FBI maðurinn, ”við komum með konuna þína, farðu nú inn í næsta herbergi með þessa byssu og dreptu hana“ Maðurinn fer inn í herbergið, allt er hljótt í um fimm mínútur, hann kemur aftur með bindið sitt laust, allur sveittur og stressaður, hann leggur byssuna á borðið og fer. Annar maðurinn kemur nú inn og sest niður. Viðtalið fer á sama veg. Nú er komið að þriðja gaurnum, viðtalið er eins, gaurinn fer inn í herbergi með byssuna og allt er hljótt í fimm mínútur, þá allt í einu heyrast nokkrir skothvellir og strax á eftir mikill hávaði og öskur. Maðurinn kemur út úr herberginu og FBI gaurinn spyr strax hvað hafi gerst, ”það voru bara púðurskot í byssunni þannig að ég varð bara að kyrkja hana"
Kveðja Steinar Orri.