Af og til bankar fólk upp á hjá manni og vill kynna eitthvað. Stundum er þetta eitthvað áhugavert en langoftast er þetta eitthvað deadboring. En örvæntið ekki ég er með nokkur eldþétt ráð til að gera þetta að mjög skemmtilegri kynningu:


1. Bjóddu viðkomandi að setjast við eldhúsborðið ..sem er GRÚTSKÍTUGT.
2. Segðu “Haltu áfram ég er ennþá að hlusta” og farðu að taka til alveg á fullu.
3. Blístraðu glaðlegt lag á meðan eins og þú sért alveg í þínum eigin heimi.
4. Að lokinni tiltkekt skaltu fara að baka og endilega ekki hika við að nota hrærivélina.
5. Þegar þú hefur sett kökuna inn í ofn skaltu setjast aftur hjá honum.
6. Dottaðu og hrökktu svo upp með andvælum, gerðu þetta 4 sinnum.
7. Taktu kökuna út þegar hún er tilbúin og bjóddu gestinum og fáðu þér köku.
8. Ef hann heldur áfram að tala skaltu alltaf vera að tala ofan í hann og segja: “MMMM hvað þetta er gott” “Fáðu þér meira” “mmmmmm viltu fá uppskriftina”
9. Farðu að ryksuga.
10. Sestu svo hjá honum og vertu alltaf öðru hvoru að opna munninn eins og þú sért að fara að spurja að einhverju, svo þegar hann spyr hvort þú ætlaðir að spurja kannastu ekkert við það.
11. Segðu: “VÁ hvað það er heitt hérna” og klæddu þig svo úr einni spjörinni af annari
12. Þegar þú ert kominn úr öllu nema nærbuxunum skaltu alltaf vera eitthvað að nudda á þér magann, fikta í naflanum og geirvörtunum á þér en samt horfa á hann eins og þú sért mjög mikið að fylgjast með. Trúið mér, það er mjög truflandi þegar fólk gerir þetta.
13. Stattu upp, kveiktu á útvarpinu og dansaðu af mikilli innlifun með.
14. Syngdu með af öllum lífs og sálar kröftum.
15. Segðu að þú ætlir aðeins fram og biddu hann að tala hátt svo þú heyrir í honum á meðan, farðu svo fram og stattu fyrir utan eldhúsið í nokkra stund, mundu að þú ert ennþá á nærbuxunum. Komdu síðan allt í einu labbandi taktfast inn í eldhúsið, gerðu þig skrækróma og segðu “I've got the power”
16. Farðu allt í einu að þykjast vera fatlaður.
17. Stattu upp og labbaðu fram og til baka í eldhúsinu nokkrum sinnum og vertu haltur. Segðu svo án þess að hinn hafi veitt þessu athygli “Varstu að velta fyrir þér af hverju ég er haltur? …Persaflóastríðið, var skotinn í fótinn”
18. Labbaðu svo eðlilega aftur í sætið þitt.
19. Geiflaðu munninn, brostu geðveikt mikið og gerðu stút til skiptis. Segðu að tannlæknirinn hafi sagt þér að gera þetta 3 á dag til að koma í veg fyrir tannstein.
20. Þegar viðkomandi hefur loksins lokið máli sínu og segir t.d. “Þá var það ekki fleira” skalt þú segja: “Ha?” og hann endurtekur setninguna en þá segir þú “Fyrirgefðu ég var ekki að fylgjast með, nenniru að byrja aftur frá byrjun”