Nokkrir Góðir Nokkrir góðir

Frú Guðríður labbaði inn í bakarí. Þegar eigandinn lét ekki sjá sig, labbaði hún bakvið og kom að honum þar sem hann var að skreyta smákökur, og notaði til þess fölsku tennurnar úr sér. Frúin horfði sjokkeruð á hann og stundi síðan upp: -“Ég hélt að þú notaðir sérstakt áhald til þessara hluta.” -“Nei”, svaraði bakarinn. “Ég nota hann þegar ég bý til kleinuhringina!”

El$ku pabbi: Vei$tu hver$ ég þarfnast me$t? Alveg rétt, þú vi$$ir það. $endu það $trax. Bið að heil$a.
Þinn el$kandi $onur $iggi.
Elsku Siggi. Ég get ekki NEItað því, að það var óNEItanlega skemmtilegt að fá seinasta bréfið þitt, alveg gNEIstandi af kímni. Ég vissi, að þú myndir ekki sNEIða hjá bröndurunum. Ég er vanur að ljúka bréfum með einhverjum hinna gömlu málshátta: NEYðin kennir naktri konu að spinna.
Þinn NEYðarlegi faðir.

Ljóska ein ætlar að fara á ísveiðar(veiða fisk í gegnum holu í klaka). Hún kemur sér fyrir og borar holu, eftir nokkra stun heyrist rödd sem segir: ,,Það er enginn fiskur hér!'' Ljóskan færir sig soldið, borar aðra hou og byrjar aftur að veiða. Aftur heyrist rödd sem segir: ,,Það er enginn fiskur hér!!''
Ljóskan færir sig síðan enn lengra og borar aðra holu og byrjar að veiða.Enn aftur eftir nokkra stund heyris: ,,Það er enginn fiskur hér!!!'' Þá spyr ljóskan: ,,Er þettag Guð??'' Þá heyrist svarað: ,,Nei, þetta er umsjónarmaður skautahallar Reykjavíkur!'
'
Þrenn hjón, gömul, miðaldra og nýgift, fóru í kaþólsku kirkjuna og vildu ganga í söfnuðinn.
Presturinn segir við þau að til þess þurfi þau að lifa skírlífi í tvær vikur.
Hjónin ganga að þessu og koma aftur eftir tvær vikur.
Presturinn segir þá við gömlu hjónin: “Gátuð þið lifað án kynlífs í tvær vikur?”.
Gamli maðurinn svarar strax: “Ekkert mál, faðir”. “Til hamingju!”, segir presturinn. “Velkomin í söfnuðinn!”. Hann snýr sér að miðaldra hjónunum og segir: “Gátuð þið lifað án kynlífs í tvær vikur?”.
Maðurinn svarar: “Fyrsta vikan var í lagi en seinni vikuna þurfti ég að sofa á sófanum
nokkur kvöld. Við höfðum það samt”. “Til hamingju!”, segir presturinn. “Velkomin í söfnuðinn”.
Að lokum segir hann við nýgifta parið: “Jæja, gátuð þið verið án kynlífs í tvær vikur?”
“Nei”, sagði ungi maðurinn dapur í bragði. “Við gátum ekki verið án kynlífs í tvær vikur”.
“Hvað gerðist?”, spyr presturinn. “Konan mín missti mjólkurfernu í gólfið. Þegar hún beygði sig niður til að taka hana upp, stóðst ég ekki mátið og tók hana aftan frá.”
“Þið skiljið”, segir presturinn, “að þetta þýðir að þið eruð ekki velkomin í söfnuðinn”
“Við skiljum það”, segir ungi maðurinn. “Við erum heldur ekki velkomin í Bónus”.

Þórhallur prestur vaknar á sunnudagsmorgni og sólin skín. Hann ákveður að í dag ætli hann að segjast vera veikur og hann komist ekki til messu. Svo hann hringir í annan prest, tilkynnir veikindin, nær svo í golfsettið sitt og læðupokast upp á golfvöll í þeirri von að enginn sjái hann. Á vellinum er ekki nokkur maður svo ráðabrugg Þórhalls prests ætlar að ganga upp. Uppi í Himnaríki snýr Lykla-Pétur sér að Guði og spyr: “Guð, ætlarðu að láta vígðan manninn komast upp með þetta?” Guð horfir niður á Þórhall prest þar sem hann slær teighöggið. Kúlan flýgur 420 metra í fallegum boga, skoppar einu sinni á flötinni og rennur svo beina leið ofan í holuna!
Kraftaverkahögg!
Lykla Pétur lýtur skilningsvana á Guð og spyr: ,,Hversvegna í ósköpunum léstu hann fara holu í höggi?“
Drottinn svarar: ,,Hverjum á hann að segja frá þessu?!”

“Ég held að eitthvað alvarlegt ami að mér”, sagði Guðmundur við
lækninn sinn. “Annað eistað á mér er orðið blátt á litinn” Læknirinn skoðaði Guðmund vandlega og komst að þeirri niðurstöðu að það yrði að fjarlægja eistað? til
að bjarga lífi hans. Læknirinn var þó góða stund að sannfæra Guðmund um
nauðsyn þess. Tveimur vikum eftir aðgerðina kom Guðmundur aftur og sagði
skelfdur við lækninn að nú væri hitt eistað orðið blátt. “Við neyðumst til
að nema það í burtu líka”, sagði læknirinn alvarlegur á svip. “Annars getur
þú dáið”. Tvær vikur liðu og enn var Guðmundur kominn til læknisins. “Nú
hlýtur eitthvað hryllilega alvarlegt að ama að mér því lillinn er orðinn
kolblár á litinn”, sagði Guðmundur á barmi taugaáfalls. Læknirinn skoðaði
hann vandlega og felldi síðan þann dóm að ef Guðmundur ætlaði að halda lífi
yrði að skera vininn af. “Hvernig fer ég þá að því að pissa ef þú skerð hann
af,” kveinaði Guðmundur. “Við setjum bara plastslöngu í staðinn,” sagði
læknirinn hughreystandi. Síðan fór Guðmundur í aðerðina og allt gekk vel.
Innan nokkurra vikna var hann þó, enn og aftur, mættur á skrifstofu
læknisins. Nú var hann reiðilegur á svip. “Læknir, plastslangan er orðin
blá! Hvað er eiginlega í gangi?” Læknirinn fórnaði höndum af undrun og>tók
til við að rannsaka Guðmund. “Hmmm,” sagði hann eftir smástund. “Getur
verið að gallabuxurnar þínar láti svona mikinn lit?”