Jæja, hérna eru nokkrir aulabrandarar. Ég veit að þeir eru ekki góðir (aulabrandarar eru heldur ekki allir góðir)…. Flesta brandarana las ég í Stóru brandarabókinni….

1. Í hverju heirist hahahahahahahah krratsj!!!?
Manni sm er að rifna úr hlátri!

2.Af hverju fljúga galdranornir á kústum?
Því að ryksugur eru of háværar!

3. Af hverju var slökkviliðsmaðurinn með gul axlabönd með rauðum stjörnum?
Því að þau rauðu voru uppseld!

4.Hvað sagði draugurinn við hinn drauginn?
Trúirðu á fólk?!

5.Hvað er gult, mjúkt og stórhættulegt?
Sítrónubúðingur með hákörlum!

6.Hvað hefur tíu fætur, þrjú höfuð, tvo vængi og einn gogg?
Hundur á hestbaki með hænu í kjaftinum!

7.Hvað er það sem er nákvæmlega eins og hálft rúgbrauð?
Hinnn helmingurinn!

8.Hvað gerist þegar göttur gleypir ullarnykil?
Hann gýtur vetlingum!

9.Hvað sagði veggurinn við hinn vegginn?
Hittumst á horninu!

10.Hvers vegna verpa hanar ekki eggjum?
Því þeir eru karlkins!

11.Einu sinni var ég alltaf með blóm í hnappagatinu. En nú er ég hættur því. Potturinn rakst alltaf í vömbina á mér!

12.Hvernig afkvæmi mundu kind og broddgöltur eignast?
Ég veit ekki, en það gæti prjónað peysunar sínar sjálft!

13.Hvað er ítalkst, 60 metra hátt og þakið tómatmauki?
Skakki turninn í pizza!!

14.Hvernig kemst hænan niður úr trénu?
Ég veit ekki, fór hún upp í tré?

15.Kalli, hvernig finnst þér nýji lego turninn minn?
Hmm…ég veit ekki, á þetta ekki að vera pönnukaka?Jæja, þetta voru barandararnir. Ég sagði að þeir væru lélegir en þeir lélegustu eru númer 14, 15 og 10!