Þrír menn stóðu í röð og biðu eftir að komast inn í Himnaríki.
Þar sem þetta hafði verið ansi strembinn dagur og mikið að gera
þá neyddist Lykla-Pétur til að segja þeim að allt væri nánast fullt og komið aðlokun í dag en hins vegar hefði hann leyfi til að hleypa þeim inn sem hefðu dáið hryllilegum dauðdaga.
Sá fyrsti segir:,,Sko,mig hafði grunað í nokkurn tíma að konan væri að halda fram hjá mér svo að í morgun ákvað ég að koma snemma heim til að grípa hana glóðvolga.
Um leið og ég gekk inn í íbúðina mína á 25. hæðinni vissi ég að eitthvað var að.
Ég leitaði um alla íbúðina en fann engin verksummerki um framhjáhald.
Ég steig því út á svalirnar og alveg eins og mig grunaði, þá hékk þar maður fram af handriðinu!
Ég missti algerlega stjórn á mér og lamdi á fingurna á honum en helvítið hékk þarna fastur.
Ég fór því og sótti hamar og lamdi á fingurna á honum.
Hann hélt það ekki lengi út og sleppti því takinu og féll - en eftir 25 hæða fall var mannfíflið svo ljónheppinn að lenda á runnunum og sleppa með smá skrámur.
Ég brjálaðist og rauk inn í eldhús, reif ískápinn úr sambandi og henti honum yfir svalirnar þar sem hann lenti beint á manninum og drap hann samstundis.
En öll þessi átök og taugaspenna leiddu til þess að ég fékk hjartaáfall og dó á svölunum.´´
,,Það er ekki spurning,´´ sagði Lykla-Pétur og hleipti manninum inn.
Sá næsti kemur til Lykla-Péturs sem útskýrir aftur hversu fullt sé og biður hann um að segja sér sína sögu.
,,Þetta er búinn að vera mjög skrítinn dagur hjá mér.
Ég bý á 26. hæð í blokk.
Á hverjum morgni geri ég æfingar úti á svölum.
Í morgun hlýt ég að hafa runnið til eða eitthvað því að ég datt út yfir handriðið.
Ég var hinsvegar svo heppinn að ná taki á svalahandriðinu á næstu hæð fyrir neðan.
Ég vissi að ég gæti ekki haldið þetta lengi útog varð því himinlifandi þegar að maðurinn úr íbúðinni kom út á svalirnar.
Ég hélt að mér yrði bjargað en í staðinn fór hann að lemja á fingurna á mér!
Ég gat haldið mér alveg þangað til að hann sótti hamar.
Þá varð ég að sleppa en varð aftur heppinn þegar að ég slapp með smá skrámur.
Þegar ég er síðan að hugsa hvað ég sé stál heppinn dettur ískápur níður úr háloftunum og kremur mig til bana svo að hér er ég.
Lykla-Pétur fannst hann verðskuldar inngöngu og hleypti honum inn.
Þriðji maðurinn kemur til Lykla-Pétur sem einn og aftur útskýrir hversu fullt sé í augnablikinu og biður hann um að segja sína sögu.
,,Sko, það var nefnilega þannig,“ seigjir þriðji maðurinn, ,,að ég var að fela mig inni í ískáp……….”