Sagan af jólaenglinum.


Jólasveinninn var alveg brjálaður. Það var aðfangadagskvöld og LLT gekk á afturfótunum. Konan hafði brennt allar smákökurnar, álfarnir voru að kvarta yfir því að fá ekki greitt fyrir yfirvinnuna sem þeir höfðu unnið í leikfanga-smiðinni. Hreindýrin höfðu verið að drekka í allan dag og voru orðin dauða drukkin. Til að bæta gráu ofan á svart, þá höfðu þau farið á sleðanum fyrr um daginn svona til að testa “kaggann” og óku beint á tré. “Jólinn” var alveg brjálaður, “Ég trúi þessu ekki! eftir nokkra tíma á ég að afhenda milljón gjafir út um allan heim, öll hreindýrin dauðadrukkin, álfarnir í verkfalli og ég hef ekki einu sinni jólatré! Ég sendi þennan heimska litla engil út að velja tré fyrir mörgum klukkutímum og hann er ekki enn þá kominn til baka! Hvað á ég eiginlega að gera?” Á þeirri stundu svifti engilinn upp hurðinni, stökk inn úr snjónum og dró á eftir sér stærðar jólatré. “Hei þú þarna feiti, hvar viltu að ég stingi þessu tré þetta árið?”


Og þannig skapaðist sú hefð að hafa ENGIL á toppnum á jólatrénu;)