VÍBRADORINN

Móðir gekk fram hjá lokaðri herbergishurð dóttur sinnar, og heyrði undarlegt suð berast út úr herberginu. Hún opnaði dyrnar og fékk áfall.


Dóttir hennar var að leika sér með víbratórinn sinn.


Hún öskraði á hana: “Hvað í ósköpunum ertu að gera?”


Dóttirin svaraði: “Mamma, ég er þrjátíu og fimm ára gömul, ógift og þessi hlutur, er það eina, sem ég á sem mér finnst koma nærri því eiga eiginmann. Viltu gjöra svo vel að fara og lofa mér að vera í friði.”


Næsta dag gekk faðir stúlkunnar fram hjá herbergishurðinni hennar og heyrði þetta sama undarlega suð. Sama sjón blasti við honum og konunni hans daginn áður og hann varð alveg agndofa. Áður en hann gat komið upp orði sagði dóttirin: “Pabbi, ég er þrjátíu og fimm ára, ógift og þessi hlutur er það eina sem ég á sem mér finnst koma
nærri því að eiga eiginmann. Viltu gjöra svo vel að fara og lofa mér að vera í friði.”


Nokkrum dögum síðar kom konan heim úr frá að versla, lagði frá sér vörurnar á eldhúsbekkinn, og heyrði þá þetta suð sem hún hafði áður heyrt, koma frá
sjónvarpsherberginu. Hún fór að athuga þetta og sá manninn sinn sitja í sófanum og horfa á sjónvarpið. Víbratórinn lá við hliðina á honum í sófanum, suðandi eins og vitfirringur.


“Hvern andskotann ertu að gera maður” sagði hún.
“Ég er að horfa á fótboltann með tengdasyni mínum” svaraði karlinn.




……………………………………… ……………



KARKYN OG KVENNKYN (þessi er snilld)
Málfræðin er ekki svo galin og þá sérstaklega þegar kemur að því að flokka orð í kyn. Nokkrar góðar skýringar á því hvers vegna orð eru karlkyns eða kvenkyns:


Svissneskur vasahnífur: Karlkyns, því þó að hann virðist til margs nýtilegur, eyðir hann mestum tíma sínum í að opna flöskur.


Loftbelgur: Karlkyns, því til að koma honum þangað sem þú vilt, þarftu að kveikja undir honum… fyrir utan heita útblástursopið neðst á honum.


Vefsíða: Kvenkyns, því það er alltaf verið að fara á hana.


Skór: Karlkyns, því vanalega er hann ótilhafður með tunguna úti.


Ljósritunarvél: Kvenkyns, því þegar það er slökkt á henni, tekur heila eilífð að hita hana upp aftur. Og þegar hún er orðin heit, er hún gagnleg til fjölföldunar ef ýtt er á réttu takkana og vegna þess að allt fer í steik ef ýtt er á vitlausa takka.


Sjálflokandi pokar: Karlkyns, vegna þess að þeir geta haldið öllu inni, það sést alltaf í gegnum þá.


Strætó: Karlkyns, vegna þess að þeir nota alltaf sömu gömlu leiðina til að ná í fólk.


Hamar: Karlkyns, vegna þess að þrátt fyrir að hafa ekki þróast neitt í fjölda ára, þá er alltaf gagnlegt að hafa einn á heimilinu.


Fjarstýring: Kvenkyns, því hún veitir karlmönnum ánægju, hann er ómögulegur án hennar og þrátt fyrir að hann viti ekki hvaða takka eigi að ýta á, þá reynir hann alltaf áfram.


Hjólbarði: Karlkyns, því hann verður sköllóttur fyrir rest, oft er of mikið loft í honum og stundum verður hann vindlaus.


Stundaglas: Ætti að vera kvenkyns, því eftir því sem tíminn líður færist þyngdin neðar.


Nýru: Ættu að vera kvenkyns, því þau fara alltaf á salernið tvö saman.



……………………………………….. ……….

STAÐARSKÁLASTOPP
Ég var að fara norður á Akureyri um daginn, en þegar ég kom í Hrútafjörðinn varð ég að stoppa í Staðarskála og fara á klóið. Ég fór á básinn og setti mig í stellingar á setunni. Alveg um það leyti sem aðgerð var hefjast heyri ég sagt í básnum við liðina “Hæ, hvernig gengur?” Ég er nú ekki þessi týpa að hefja samræður við ókunnuga á klósetti í veitingahúsi um það leyti sem ég er að hefja rembinginn. En ég vissi ekki hvernig ég átti að taka þessu svo ég svaraði, “Nú vo sem ekki illa” Þá heyrist úr hinum básnum “Jæja, hvað ertu að stússast?” Var einhver að tala um bjánalegar spurningar? Mér var farið að finnast þetta dálítið þreytandi, en ég svaraði “Ég er á leiðinni norður en varð að skreppa á klóið.” Þá heyri ég, “Heyrðu, ég verð að hringja í þig seinna. Í hvert skipti sem ég reyni að tala við þig svarar einhver rugludallur hér við hliðina á mér!”

…………………………………………… ………

BIMBA OG ADDI
Bimba vaknaði um miðja nótt og áttaði sig á því að eiginmaðurinn var ekki í rúminu. Hún smeygði sér í náttkjólinn og fór niður. Sat þá ekki maðurinn við eldhúsborðið og húkti yfir ísköldum kaffibolla. Hann virtist annars hugar og starði tómeygður á vegginn. Bimba sá hann þurrka tár af kinnunum og súpa á kaffinu. - “Hvað er að ástin mín? Af hverju siturðu hér einn um miðja nótt,” spurði hún. Addi leit upp og sagði: “Manstu þegar við vorum að hittast á laun fyrir 20 árum, aðeins 16 ára gömul.” - “Já, ég man vel eftir því,” sagði Bimba. - “Manstu þegar pabbi þinn kom að okkur þar sem við vorum að elskast í aftursætinu í bílnum mínum?” - “Já, ég man líka vel eftir því.” -“Manstu þegar pabbi þinn dró upp byssuna, beindi henni að höfðinu á mér og sagði: Annað hvort giftistu dóttur minni eða verður næstu 20 árin í fangelsi.” - “Já, ég man vel eftir þessu elskan mín,” sagði Bimba og settist við hlið eiginmannsins. Hann þurrkaði tár af hvörmunum og sagði: “Veistu… ég hefði losnað út í dag!”


…………………………………………. …………….

SMOKKANIR
Rúnar fór inn í apótek með 9 ára gömlum syni sínum. Þegar þeir áttu leið framhjá hillu sem var full af smokkapökkum spurði stráksi: “Hvað er þetta, pabbi?” - “Þetta kallast smokkar, sonur sæll. Karlmenn nota þá til að stunda öruggt kynlíf.” - “Ég skil,” sagði snáðinn. “Ég hef heyrt talað um þá í heilsufræði, á blaðsíðu 69, að ég held.” Hann kíkir betur á hilluna og kippir upp pakka sem inniheldur þrjá smokka. “Af hverju eru þrír í pakka, pabbi?” - “Þessir eru fyrir menntaskólastráka,” sagði pabbinn og brosti eins og hann væri að rifja upp gamlar og glaðar minningar. “Einn fyrir föstudag, annar fyrir laugardag og sá þriðji fyrir sunnudag.” - “Kúl,” sagði strákurinn. Hann rak þá augun í smokkapakka með sex smokkum og spurði fyrir hverja svona pakki væri. - “Þetta er fyrir strákana í háskólanum. Tveir eru til að nota á föstudögum, tveir fyrir laugardaginn og tveir fyrir sunnudaginn.” - “Vá,” sagði guttinn og það glaðnaði heldur yfir honum. - “En hverjir nota þá þessa?” spurði hann og tók upp pakka með 12 smokkum. Pabbinn andvarpaði og leit á son sinn. “Þessir eru fyrir gifta menn. Einn fyrir janúar, einn fyrir febrúar, einn fyrir mars…..”

…………………………………………… ……………
www.blog.central.is/unzatunnza