-Bandaríkjamenn eru víst búnir að finna upp vél sem uppgötvar þegar þú ert að ljúga.
-Iss, ég er lengi búinn að vera giftur einni slíkri.

——————————————– ————-

Íri var á bar og sat að sumbli. Þegar hann var búinn að fá nóg og ætlaði að standa upp af barstólnum datt hann beint á andlitið. Hann reyndi að standa upp, en datt aftur. Þá skreið hann út að hurð. Þar reyndi hann að standa upp og aftur datt hann. Hann skreið út og ákvað að skríða þessa 600 metra
heim til sín. Þar reyndi hann enn eina ferðina að standa upp og enn sama sagan hann datt. Hann skreið upp stigana og skreið svo upp í svefnherbergi og datt beint á andlitið í hjónarúmið og sofnaði.
Morguninn eftir vaknaði hann við að konan hans öskraði: „Ómar varstu á fylliríi eina ferðina enn.“ Já, sagði hann. „Þeir voru að hringja frá barnum, þú gleymdir hjólastólnum aftur.”

——————————————- ————–

Ungur maður sem réð sig sem leiðbeinanda í gagnfræðaskóla var orðinn ansi þreyttur á nemendum sínum eftir fyrstu vikuna. Í einum tímanum, þegar honum þótti börnin sýna takmarkaða færni, sagði hann: „Mig langar að biðja alla þá sem eru heimskir að standa upp.“ Enginn stóð upp og eftir mínútu þögn sagði leiðbeinandinn: „Hvað er að ske, eruð þið öll vitringar?“ Þá stóð einn ungur piltur upp og kennarinn spurði: „Svo þú telur þig heimskan?“ Drengurinn svaraði: „Nei, ég bara vorkenndi þér að standa þarna einn.“

——————————————— ————

Ónefndur ráðherra hefur fengið svona mikinn áhuga á púsli. Það byrjaði með því að það heyrðust mikil fagnaðarlæti inn af skrifstofunni hans og aðstoðarmaðurinn þusti inn.
Hvað er í gangi? spurði hann.
Ég var að klára mitt fyrsta púsl á ævinni, svaraði ráðherrann.
Nú, og gekk það vel?
Ja þú sérð það nú. Ég kláraði á mánuði en á pakkanum stendur 3 – 5 ár!

Sami ráðherra fannst við skrifborðið sitt með nýtt púsl og í mjög þungum þönkum. Þetta er sannarlega erfitt, sagði hann við aðstoðarmanninn. Sá lét á engu bera og benti ráðherranum kurteisislega á að þetta væri ekki púsl heldur kornflex.