Hafnfirðingar

Tveir Hafnfirðingar voru að reyna að mæla hæðina á fánastöng. Annar rétti upp málbandið, sem var úr málmi og þegar það var komið í vissa hæð beyglaðist það saman og féll til jarðar. Þá steig annar upp á axlirnar á hinum og reyndi sömu aðferð, en málbandið féll niður áður en það komst alla leið. Meðan á þessu stóð kom Reykvíkingur aðvífandi og spurði hvað þeir væru að gera. Jú þeir sögðust vera að reyna mæla hæðina á fjárans flaggstönginni. Reykvíkingurinn hristi hausinn gekk að flaggstönginni, tók úr henni pinnann sem heldur henni uppi og felldi hana lárétta og mældi. Stöngin reynist vera 5,32 m sagði hann hróðugur og gekk í burtu. Þegar hann var kominn í hvarf þá hristu Hafnfirðingarnir hausinn báðir í einu og mjög hneykslaðir og sögðu einum rómi.
Þessir Reykvíkingar eru nú meiri asnarnir alltaf. Þegar við erum að reyna að mæla hæðina þá halda þeir að þeir geti reddað þessu
með því að mæla breiddina.