Tveir gyðingar, Davíð og Símon, voru á leið úr sýnagógunni og rifust ákaft.
Davíð segir við Símon: Þú segir að svart sé ekki litur, ég segi að það sé litur. Þetta þras þýðir ekkert, við verðum að fá rabbínann til að skera úr um þetta, segir Símon Þeir kalla á rabbínann og segja honum frá rifrildinu.
Við skulum athuga hvað bókin helga segir um þetta, segir rabbíninn og vill fara varlega í að kveða upp dóm. Nær í bókina helgu og blaðar í henni um stund og segir svo: Jú, jú, bókin helga segir að svart sé litur. Þá lá það fyrir og ekki hægt að draga í efa það sem bókin helga sagði.
Skömmu síðar blossar aftur upp háaðarifrildi milli gyðinganna tveggja og Davíð segir við Símon: Þú segir að hvítt sé ekki litur, ég segi að það sé litur. Við verðum að fá botn í þetta og þeir eru sammála um að kalla aftur á rabbínann. Um hvað eruð þið nú að rífast? spyr rabbíninn. Ég segi að hvítt sé litur en
hann ekki, svarar Davíð. Við skulum sjá hvað bókin helga segir um þetta, svarar rabbíninn á ný. Jú, jú, það er ekki um að villast, bókin helga segir að hvítt sé litur.Þarna sérðu, segir Davíð við Símon, “þú hefðir átt að trúa mér” - “þetta var litasjónvarp sem ég seldi þér”!
______________________

Þrír menn voru dánir og voru á leiðinni til Lykla-Péturs. Þegar þeir komu ákvað Lykla-Pétur að skemmta sér svolítið. Sá sem dó versta dauðdagann má fara upp til himna sagði Lykla-Pétur.
Sá fyrsti sagði: Ég bý á 3. hæð í blokk. Það var þannig að ég hafði alltaf haldið að konan mín væri að halda framhjá svo ég ákvað að koma snemma heim úr vinnunni og finna manninn. Eftir langa leit fann ég hann ekki. Ég fór útá svalir og sé þar mann hangandi á svalarhandriðinu. Ég varð svo reiður að ég byrjaði að slá á fingurna á honum, en hann datt ekki niður. Þá náði ég í hamarinn minn og fór að lemja. Þá datt hann niður, en var svo heppinn að hann lenti á runna. Þannig að ég náði í ískápinn minn og henti honum á hann. Ég held að hann hafi dáið. En eftir alla áreynsluna fékk ég hjartaáfall og dó.
Þú hefur dáið hræðilegum dauðdaga, sagði Lykla-Pétur. Þú mátt fara upp.
Sá næst sagði: Ég bý á 4. hæð í blokk. Það var þannig að ég var að gera mínar daglegu armbeygjur á svölunum hjá mér. En vildi svo óheppilega til að ég rann til og datt, en svo heppilega til að ég náði tökum á svölunum fyrir neðan. Ég var búinn að hanga þar í nokkurn tíma þegar maður kemur út á svalir. Ég verð rosalega glaður þangað til hann fer að lemja á fingurna á mér. En ég næ að halda mér. Þá nær hann í hamar og lemur á fingurna. Þá datt ég, en lendi á runna. Þegar ég er að fara að standa upp hendir hann ískáp á mig. Og þá dó ég.
Þetta var ennþá verri dauðdagi, sagði Lykla-Pétur. Þú mátt fara upp.
Sá þriðji sagði: Já, það var þannig að ég var að fela mig í ískáp…