Þær eru stórfurðulegar þessar konur og ég fann skemmtilega grein á netinu sem fjallar um “orð sem konur nota”. Þetta er snilld!
(Ekkert illa meint)

“Fínt!”
Þetta orð nota konur til að binda enda á rifrildi þegar þeim finnst þær hafa rétt fyrir sér og vilja að þú þegir. Notaðu aldrei orðið “Fínt!” til að lýsa útliti konu, það mun leiða af sér eitt af þessum rifrildum.

“5 mínútur”
Þetta þýðir 30 mínútur. Þetta er svipað og þær “5 mínútur” sem eftir eru af leiknum í sjónvarpinu þegar konan biður þig um að fara út með ruslið svo það kemur út á það sama.

“Ekkert”
Þetta þýðir í raun “eitthvað” og þú ættir að vera á varðbergi. “Ekkert” er yfirleitt notað til að snúa þér. “Ekkert” táknar yfirleitt að rifrildi sé í vændum sem muni endast í “5 mínútur”og enda með “Fínt!”.

“Gerðu það bara!”
Á einhverjum tímapunkti í náinni framtíð ertu í vondum málum.

“Gerðu það bara!” (og lyftir augabrúnum)
Þetta er ögrun. Ögrun sem leiðir af sér að konan verður æst yfir “Engu” og mun enda með orðinu “Fínt!”

“Gerðu það bara!” (með venjulegar augabrýr)
Þetta þýðir “ég gefst upp” eða “gerðu það sem þú vilt því mér er alveg sama”. Menn fá svo “gerðu það bara með hækkuðum augabrúnum” eftir aðeins nokkrar mínútur og í kjölfarið fylgja orðin “Ekkert” og “Fínt!” og hún mun svo tala við þig eftir “5 mínútur” eftir að hún hefur róað sig.

Hátt andvarp
Þetta er eiginlega ekki orð, heldur yfirlýsing, oft misskilinn af karlmönnum. Hátt andvarp þýðir að henni finnst þú asni á því augnabliki, og hún veltir fyrir sér af hverju hún er að eyða tíma sínum í að standa þarna og rífast yfir “Engu”.

Lágt andvarp
Heldur ekki orð, heldur bara yfirlýsing. “Lágt andvarp” þýðir að hún sé sátt. Best er að hvorki hreyfa sig né anda og hún mun haldast sátt.

“Allt í lagi!”
Þetta er ein af hættulegustu yfirlýsingum sem kona getur sagt við karlmanns. “Allt í lagi!” þýðir að hún ætli sér að hugsa vel og lengi áður en hún getur hefnt sín á þér, fyrir hvað það nú var sem þú gerðir. “Allt í lagi!” er oft notað með orðinu “Fínt!” og í samhengi með hækkuðum augabrúnum.

“Gerðu það!”
Þetta er ekki yfirlýsing heldur tilboð. Konan er að gefa þér tækifæri á því að finna upp hvaða afsökun eða ástæðu sem er fyrir því sem þú hefur gert, hvað sem það nú var. Þú átt góðan séns með því að segja sannleikann, svo farðu varlega og þá ættirðu að losna við “Allt í lagi!”

“Takk”
Kona er að þakka þér. Ekki láta líða yfir þig. Segðu bara: “verði þér að góðu”

“Þakka kærlega fyrir”
Þetta er allt öðruvísi en “Takk”. Kona segir “Þakka þér kærlega fyrir” þegar hún er virkilega reið út í þig. Það bendir til þess að þú hefur gert henni eitthvað alvarlegt, og í kjölfarið kemur “Hátt andvarp”. Varast ber að spyrja hvað sé að eftir “Háa andvarpið” af því hún mun hvort sem er bara segja “ekkert”.