Ég hef ekkert á móti Hafnarfirði, en hér koma nokkrir klassískir brandarar!
——————————————————————-
Reykvíkingur og Hafnfirðingur voru að vinna saman efst uppi í turninum á Hallgrímskirkju þegar þeir féllu báðir niður.
Reykvíkingurinn beið þegar bana en Hafnifirðingurinn villtist…
——————————————————————-
Hafnfirðingur keppti einu sinni í kvartmílunni. Hann þurfti fjórum sinnum að spyrja til vegar.
——————————————————————-
Hvað er gáfaður maður kallaður í hafnarfirði? – Ferðamaður.
——————————————————————-
Og við megum ekki gleyma Hafnfirðingnum sem fór og keypti þráðlausan síma í hvert herbergi.
——————————————————————-
“Af hverju keyptuð þið ykkur nýjan bíl?” Spurði hafnfirsk frú grannkonu sína. “Æ, við skulduðum svo marga afborganir af hinum”, var svarið.
——————————————————————-
Hve marga þarf til þess að hafnfirðingar geti farið í bað? – Sex, einn í bað og fimm til að hrækja.
——————————————————————-
Hvernig sekkur maður bát sem er smíðaður í Hafnarfirði? – Maður setur hann á flot
——————————————————————-
Af hverju eru Hafnfirðingar svona lengi að þvo hjá sér kjalllaragluggana? – Þeir eru svo voða lengi að grafa fyrir stigunum!
——————————————————————-
Hafnfirðingar verða allra manna elstir, þeim hættir svo til að gleyma sér.
——————————————————————-
