Gamall maður lá á dánarbeði sínu. Þegar hann fann greinilega að hann átti mjög skammt eftir ólifað, fann hann allt í einu dásamlegan bökunar ilm koma úr eldhúsinu, þetta voru greinilega súkkulaðibita smákökur. Með einstökum viljastyrk tókst honum að hífa sig fram úr og komast alveg fram á gang og inn í eldhús.
Þegar hann var kominn þangað beitti hann allra síðustu kröftum sínum í að teygja sig eftir köku, þegar hann var svo gott sem kominn með eina í hendurnar lamdi konan hans á handarbakið á honum með sleif og sagði, “láttu vera, þær eru fyrir jarðaförina.”