Nokkrir félagar eru staddir á barnum eitt kvöldið þegar einn þeirra tekur eftir ungri, myndarlegri stelpu sem situr ein við barinn. Hann ákveður að freista gæfunnar. Sér til mikillar ánægju býður hún honum að setjast hjá sér, fá sér í glas og spjalla.

Eftir drykklanga stund spyr hún hann hvort að hann vilji ekki koma með sér heim og fá sér aðeins meira í glas.

Hann þiggur það, eitt leiðir af öðru og ekki líður á löngu þar til þau liggja bæði tvö uppgefinn upp í rúminu hennar eftir atburði næturinnar.

Félaginn teygir sig í buxnavasann og býður dömunni sígarettu í eftirrétt. Hún þiggur það, en hann á engan eld og bendir hún honum á að það sé kveikjari í náttborðinu. Þegar hann opnar skúffuna sér hann, sér til mikillar undrunar, mynd af karlmanni. Smá stressaður spyr hann: “Er þetta maðurinn þinn?”

“Nei,” flissar hún og strýkur honum blíðlega.

“Bróðir þinn?” spyr félaginn og er aðeins létt.“Nei, enga vitleysu,” segir hún á meðan hún nartar í eyrað á honum.

“Hver er þetta þá, kærastinn þinn?” segir hann og er aftur orðinn áhyggjufullur.

“Tíhí kjáni bjáni, þetta er ég fyrir aðgerðina…”