Davíð Oddsson er í Washington hjá George Bush. Eftir að þeir hafa lokið við að borða kvöldmat segir Bush: “Well David, I dont't know what you think of the members of your Cabinet, but mine are all bright and brilliant.” “How do you know?” Spyr Davið. “Oh well, it's simple”, segir Bush. “They all have to take special tests before they can be a minister. Wait a second”. Hann veifar til Colin Powell og segir við hann: “Tell me Colin, who is the child of your father and of your mother who is not your brother and is not your sister?” “Ah, that's simple Mr. President”, segir Colin, “it is me!” “Well done, Colin,” segir Bush og Davið er alveg heillaður!
Eftir að viðræðum þeirra er lokið sest Davíð upp í flugvél og heldur aftur heim til Íslands. Á leiðinni heim leiðir Davíð hugann að því hver sé í raun greindarvísitölustaða hinna ráðherranna í ríkistjórn hans. Þegar hann mætir aftur á skrifstofuna hringir hann í Guðna Ágústsson og biður hann að kíkja við hjá sér. Guðni kemur til hans að vörmu spori og Davíð segir þá við hann um leið: “Guðni, segðu mér nú, hvert er barn þíns föður og móður sem hvorki er þinn bróðir né systir?” Guðni hugsar sig um vel og lengi án þess að geta svarað. “Ja hérna, þessi var flókin! Má ég ekki fá að hugsa mig um dálitla stund?” Davíð vill ekki leggja óþarfa pressu á Guðna svo hann segir: “Jú allt í lagi, þú færð 24 stunda umhugsunarfrest.” Guðni snýr aftur til skrifstofu sinnar og hugsar nú svo stíft að það brakar í heilaberkinum. Eftir að hafa setið og hugsað um hríð ákveður hann að kalla saman starfsfólk sitt í landbúnaðarráðaneytinu og leggja spurninguna fyrir þau. Allt kemur fyrir ekki. Enginn hefur svarið við þessari gestaþraut Davíðs. Eftir 20 stundir hefur Guðni enn enga lausn fundið.
Hann verður nú afar áhyggjufullur því hann skilur þó það að svarið við þessari spurningu getur þýtt af eða á fyrir hann sem ráðherra í ríkistjórn Davíðs og nú eru bara 4 tímar eftir af frestinum. Þá dettur honum ráð í hug!: “Ég spyr bara Geir H. Haarde! Hann er bæði talnaglöggur og útsjónarsamur, ef einhver veit það, þá er það hann!” Guðni drífur sig yfir til Geirs og segir: “Geir, þú verður að hjálpa mér, Davíð fól mér að leysa þraut þar sem ég held að það ráðist hvort ég held ráðherrastöðu minni eftir því hvort mér tekst að svara rétt eður ei. ”Hver er þrautin?“ spyr Geir. ”Hlustaðu nú“, segir Guðni. ”Hvert er barn þíns föður og móður sem hvorki er þinn bróðir né systir?“ ”Þetta er einfalt“, segir Geir. ”Þetta er ég!“ ”Að sjálfsöðgu!“, segir Guðni og hleypur yfir til að segja Davíð svarið. ”Davíð, Davíð, nú hef ég svarið! Þetta er Geir H. Haarde!“ Davíð lítur upp á Guðna raunamæddum augum og segir: ”Mér þykir það leitt Guðni minn en það er ekki rétt. Rétt svar er Colin Powell“.


Hjá sálfræðing
Jónas fór til sálfræðings. Sálfræðingurinn teiknaði hring á blað og spurði „Hvað sýnist þér þetta vera?”
„Nakin kona,“ sagði Jónas.
Sálfræðingurinn teiknaði ferning á blað. „En þetta?” sagði hann
„Nakin kona á göngu,“ sagði Jónas.
Nú teiknaði sálfræðingurinn þríhyrning á blaðið. „Hvað heldur þú að þetta sé?” spurði hann.
„Þetta er nakin kona sem situr á stól,“ svaraði Jónas.
„Ja hérna,” sagði sálfræðingurinn. „Mér sýnist að þú sért með kynlíf á heilanum.“
„Ég???” sagði Jónas. „Það ert þú sem ert að teikna allar klámmyndirnar!!!


Jónas fann upp alveg skothelda aðferð til að losa sig við stress dagsins. Á hverju kvöldi þegar hann fór að hátta settist hann á rúmið sitt, tók af sér annan skóinn og hennti honum af öllu afli í gólfið. Síðan tók hann af sér hinn skóinn og henti honum af öllu afli í gólfið. Með þessu fann hann stress og streitu dagsins líða af sér með skónum.
Dag nokkur kom maðurinn á hæðinni fyrir neðan að máli við hann og sagði honum að það væri óþægilegt fyrir hann og konuna hans að þurfa að búa við þennan hávaða á hverju kvöldi, hvort Jónas gæti ekki sleppt því að grýta skónum sínum í gólfið. Jónas afsakaði sig mikið og bar við hugsunarleysi. Auðvitað myndi hann taka tillit til þeirra og gera þetta ekki aftur.
Nokkrum dögum seinna kom Jónas seint heim eftir erfiðan dag, Settist á rúmið sitt, tók af sér annan skóinn og hennti honum af öllu afli í gólfið. Þegar hann var að taka af sér hinn skóinn mundi hann eftir granna sínum og lagði þann skó gætilega frá sér og fór að sofa.
Tveim klukkutímum seinna var hringt á bjölluna hjá Jónasi. Þar var kominn granninn á hæðinni fyrir neðan, óður af bræði. Hann öskraði “Viltu gjöra svo vel að kasta hinum skónum líka, svo við getum farið aftur að sofa!!”


Símsvarinn á Kleppi:
"Velkominn í þjónustusímann. Ef þú þjáist af…

..þráhyggju, skaltu ýta í sífellu á 1

..ósjálfstæði, skaltu fá einhvern til að ýta á 2

..klofnum persónuleika, skaltu ýta á 3, 4, 5 og 6

..ofsóknarbrjálæði, þá vitum við hver þú ert og hvað þú vilt. Bíddu á línunni svo við getum rakið samtalið

..ranghugmyndum, veldu 7 og við gefum þér samband við móðurskipið

..þunglyndi, þá skiptir ekki máli á hvaða hnapp þú ýtir - það svarar þér enginn hvort eð er

..lesblindu, skaltu velja 696969696969

..taugaveiklun, skaltu fitla við ferninginn þar til einhver svarar

..minnisleysi, skaltu velja 8 og segja nafn þitt, kennitölu, símanúmer, fæðingardag, heimilisfang, skónúmer og fullt nafn móður þinnar

..óákveðni, skaltu skilja eftir skilaboð á eftir tóninum eða á undan tóninum eða á eftir tóninum. Vinsamlega bíðið eftir tóninum.

..skertu skammtímaminni, veldu 9

..skertu skammtímaminni, veldu 9

..skertu skammtímaminni, veldu 9

..skertu skammtímaminni, veldu 9