Þennan fékk ég sendan í tölvupósti (fullkomið copy/paste eins og flest hérna inni á Brandarar). Afsakið ef hann hefur komið áður.

Tveir sveitalubbar að norðan, Jói og Siggi, sáu að þeir voru komnir á endastöð í lífinu og ákváðu að fara í skóla til að komast eitthvað áfram. Þeir byrja á því að fara til námsráðgjafa og Jói fer inn fyrstur.

Námsráðgjafinn ráðleggur Jóa að taka stærðfræði, sögu og rökfræði.

“Hvað er rökfræði?” spyr Jói.

Námsráðgjafinn svarar: “Leyfðu mér að koma með dæmi. Áttu sláttuvél?”

“Hana á ég,” svarar Jói.

“Þá geri ég ráð fyrir; og nota rökfræði, að þú eigir garð,” svarar
námsráðgjafinn.

“Mjög gott,” segir Jói hrifinn.

Námsráðgjafinn hélt áfram, “rökfræðin segir mér líka, að fyrst þú átt garð, þá áttu líka hús.”

Yfir sig hrifinn hrópar Jói: “FRÁBÆRT!”

“Og fyrst þú átt hús, þá má jafnvel giska á að þú eigir konu.”

“Hana Mæju! Þetta er ótrúlegt!”

“Og að lokum, fyrst þú átt konu, þá er rökrétt að gera ráð fyrir að þú sért gagnkynhneigður,” segir námsráðgjafinn.

“Það er alveg hárrétt! Þetta er það magnaðasta sem ég hef nokkurn tíma heyrt! Ég get ekki beðið eftir að byrja í rökfræði.”

Að því búnu fer Jói fram þar sem Siggi bíður ennþá.

“Hvaða fög tekurðu?” spyr Siggi.

“Stærðfræði, sögu og rökfræði,” svarar Jói.

“Hvað í veröldinni er rökfræði?” spyr Siggi.

“Leyfðu mér að koma með dæmi. Áttu sláttuvél?” spyr Jói.

“Nei.”

“Þú ert hommi er það ekki?”