Hjón ein héldu til veiða í norðurhluta Minnesota. Eiginmanninum þótti

best að fara út á vatn til veiða í birtingu, en eiginkonan

kunni best við sig heima í tjaldi að lesa. Morgun einn kemur maðurinn

til baka eftir nokkurra klukkutíma veiði á vatninu og ákveður að leggja

sig. Konunni dettur þá í hug að fara á bátnum út á vatn, þótt hún væri

óvön bátnum. Hún setur utanborðsmótorinn í gang, siglir út á vatn

nokkurn spöl, leggst við stjóra og fer að lesa. Að nokkurri stund

liðinni birtist veiðivörðurinn á bát sínum, leggur við bát konunnar og

segir: Góðan daginn frú, hvað ert þú að gera hér? -Lesa bók ( eins og

það sé ekki augljóst - hugsar hún) Þú ert hér á bannsvæði, hér má ekki

veiða, segir vörðurinn Ég er ekki að veiða, ég er bara að lesa, svarar

konan Já, en þú ert með allan búnað til veiða, mótmælir veiðivörðurinn,

ég verð fara með þig í land og skrifa þig upp. Ef þú gerir það, svarar

konar, verð ég að kæra þig fyrir kynferðislega áreitni. En ég hef ekki

einu sinni snert þig, segir vörðurinn afsakandi. Það er alveg satt, en

þú hefur allan búnað til þess! Boðskapur: Deildu aldrei við konu sem

les. Það mjög sennilegt að hún geti líka hugsað!

Heimild: Fékk þetta í gegnum email
Ég finn til, þess vegna er ég