Jói ólst upp í smábæ fyrir austan, flytur síðan suður til að læra
lögfræði í háskólanum. Hann ákveður hins vegar að flytja aftur austur að námi loknu vegna þess að gæti orðið stórkall í litla bænum og gengið í augun á öllum. Hann opnar sína eigin lögfræðistofu, en viðskiptin ganga mjög hægt í byrjun.

Dag nokkurn sér hann mann koma gangandi upp að skrifstofunni. Hann
ákveður að láta þennan nýja viðskiptavin fá á tilfinninguna að hann sé að hefja viðskipti við stórkall í lögfræði heiminum. Þegar maðurinn kemur inn þykist Jói vera að tala í símann. Hann patar eitthvað með fingrunum um leið og hann talar í símann sem maðurinn skilur sem svo að hann eigi að fá sér sæti. “Nei, alls ekki. Þú skalt sko segja þessum trúðum í Reykjavík að ég semji ekki um málið fyrir minna en 15 milljónir. Já. Áfrýjunardómstóllinn hefur sæst á að taka málið fyrir um næstu helgi. Ég kem til með að flytja málið sjálfur, en úrvalið úr liði mínu kemur til með að afla gagna sem þarf til.
Segðju saksóknara að ég komi suður næstu helgi og þá getum við rætt smáatriði málsins.”
Svona gekk þetta í næstum 5 mínútur. Á meðan sat maðurinn hinn rólegasti á meðan Jói malaði í símann. Loksins lætur Jói niður tólið og segir: “Fyrirgefðu biðina, en eins og þú sérð þá er ég mjög upptekinn. Hvað get ég gert fyrir þig?”
Maðurinn svarar, “Ég er frá Landssímanum. Ég er kominn til að tengja símann hjá þér.”