Jónas þurfti að fljúga á milli Ísafjarðar og Akureyrar einn daginn og hann tók sér sæti við gluggann í Twin-Otternum.

Rétt áður en vélin fer af stað kemur þessi líka rosastóri maður inn í vélina, tveir og fimmtíu á hæð og tæp þrjúhundruð kílo, íllilegur í framan og lítt árennilegur ? skellir sér auðvitað í sætið við hliðina á Jónasi og sofnar undir eins.

Þegar flugvélin er rétt komin upp úr Eyjafirðinum fer Jónasi að líða ansi illa og tekur eftir sér til mikillar armæðu að það er enginn ælupoki í sætisvasanum. Hann getur ekki náð í poka neinstaðar annarsstaðar og enginn séns er að klifra yfir risann til að ná í poka í næsta sæti, svo Jónas greyið harkar af sér og tekst það bara ágætlega.

Á leiðinni niður í Ísafjarðardjúp er heilmikill hristingur og Jónas finnur það að hann getur engan veginn haldið aftur af flugveikinni. Í einni sérstaklega slæmri dýfu kemur allur maturinn upp og yfir stóra manninn við hliðina á honum.

Fimm mínútum síðar, um það bil þegar vélin er að renna inn í Skutulsfjörðinn, vaknar sá stóri, horfir niður á bringuna á sér og sér ekkert nema ælu út um allt.

\“Jæja, kallinn minn,\” segir Jónas. \“Líður þér betur núna?\”