CIA var með lausa stöðu leigumorðingja sem þurfti að ráða í. Eftir alla
bakvinnslu, viðtöl og próf voru þrjár manneskjur eftir.

Tveir menn og ein kona. Sem lokapróf fóru CIA þjálfararnir með einn manninn
í herbergi með hurð, og réttu honum byssu. “Við verðum að sjá hvort þú
fylgir fyrirmælum, sama hver þau eru.”

“Inni í herberginu munt þú hitta konuna þína sitjandi í stól. Dreptu hana.”
Maðurinn svaraði “Þú ert að grínast, ég mun aldrei skjóta konuna mína” Þá
svöruðu þjálfararnir “Þá ert þú ekki rétti maðurinn í verkið”

Hinn maðurinn fékk sömu fyrirmæli. Hann tók byssuna og fór inn í herbergið.
Allt var hljótt í uþb. fimm mínútur, svo kom maðurinn út með tárin í
augunum. “Ég reyndi, en ég get ekki drepið konuna mína” Þá svöruðu
þjálfararnir “Þá hefur þú ekki það sem til þarf, þú getur farið heim með
konuna þína.”

Að lokum var komið að konunni, hún fékk sömu fyrirmæli, að drepa manninn
sinn. Hún tók byssuna og fór inní herbergið. Það heyrðist í skoti, eitt af
öðru, það heyrðust öskur og mikil læti, eftir nokkrar mínútur varð svo
þögn. Hurðin opnaðist hægt og þar stóð konan, hún þurrkaði svitann framan
úr sér og sagði….

“Það voru bara púðurskot í þessari byssu! ég varð að berja manninn minn í
hel með stólnum!”


Mórall sögunnar: Konur eru vondar, abbist ekki uppá þæ