Þegar líða tók að lokum starfsviðtalsins, spyr starfsmannastjórinn unga verkfræðinginn:
“Hvaða byrjunarlaun hafðir þú hugsað þér?”

“Ég var nú að gæla við svona 8 - 9 hundruð þúsund á mánuði. Veltur náttúrulega á því hvað er innifalið í hlunninda pakkanum,” segir verkfræðingurinn.

“Já,” segir starfsmannastjórinn, “hvað myndirðu segja ef ég segði þér að í hlunnindapakkanum okkar er 5 vikna sumarfrí, 14 borgaðir frídagar, ókeypis tannlæknaþjónusta, auka mótframlag í lífeyrissjóð að verðmæti 25% af mánaðarlaununum og bíll annað hvert ár - eigum við að segja BMW að eigin vali?”

Verkfræðingurinn missti andlitið: “Váá!! Þú ert að grínast!”

“Já, reyndar. En þú byrjaðir!”
—————————————— —————–
Jónas var heima með Möggu konu sinni þegar hann heyrði bankað á framdyrnar. Jónas opnaði og þar var kominn Guðmundur vinur hans, allur í hnipri með hendurnar niður á milli læra sér og sársaukasvip á andlitinu.

„Hvað kom fyrir þig?“ spurði Jónas.

„Ég fékk bolta í mig!“ stundi Guðmundur.

Þá kom Magga fram, tók í höndina á Guðmundi og sagði „Svona, svona, ég skal redda þessu.“

Jónas lokaði framdyrunum og fór síðan á eftir þeim inn í eldhús. Þegar hann kom þangað, þá sá hann hvar Magga var búin að hafa til skál með svölu rósavatni og var að baða liminn á Guðmundi með bómull og ilmolíum.

„Alla malla!“ sagði Jónas. „Hvernig ertu, vinur minn?“ spurði Jónas.

Guðmundur sneri sér til Jónasar og sagði „Veistu hvað, Jónas, ég held að það sem Magga er að gera hjálpi mér alveg heilmikið!“ Síðan lyfti hann upp hægri hendinni og bætti við „En ég held að ég missi helvítis nöglina samt.“
_______________________________________________ ______________
Konur verða furðulegar á 28 daga fresti. Þá er hreint ekki sama hvað er sagt við þær og hvernig. Hér er listi yfir það hvernig best er að orða ýmislegt á þessum tíma og hvað maður ætti að forðast:

Í LAGI: Hvert langar þig að fara eftir mat?
BETRA: Á ég að hjálpa þér með matinn?
HÆTTULEGT: Hvað er í matinn?

Í LAGI: Vá! Svaka gella!
BETRA: Ja hérna, brúnt fer þér frábærlega.
HÆTTULEGT: Ætlarðu að vera í ÞESSU?

Í LAGI: Hérna er fimmþúsundkall.
BETRA: Getur verið að við séum að gera of mikið úr þessu?
HÆTTULEGT: Hvað er eiginlega að pirra þig?

Í LAGI: Langar þig í vínglas með þessu?
BETRA: Það er fullt að eplum eftir.
HÆTTULEGT: Heldurðu að þú ættir að vera að skófla þessu í þig?

Í LAGI: Mér finnst þú alltaf svo æsandi í þessum slopp.
BETRA: Ég vona að þú hafir hvílst vel í dag.
HÆTTULEGT: Og hvað hefur ÞÚ verið að gera í allan dag?
_________________________________________________ _____________