Jónas var einn góðan veðurdag staddur í Landakotskirkju og þá sá hann hvar maður á hækjum skjögraði inn í kirkjuna með miklum erfiðismunum og hökti yfir að skálinni með vígða vatninu. Þar sá Jónas að maðurinn setti aðra höndina í skálina og setti dálítið af vígða vatninu á báðar fætur sínar. Þvínæst kastaði hann báðum hækjunum í burtu.

Jónas hljóp til katólska prestsins og sagði honum það sem hann hafði séð.

„Vinur minn, þú hefur orðið vitni að kraftaverki,“ sagði presturinn. „Hvar er maðurinn núna?“

„Hann liggur á bakinu við hliðina á skálinni með vígða vatninu,“ sagði Jónas.