Maður nokkur var í leigubíl og pikkar í öxlina á bílstjóranum til þess að spyrja hann spurningar.
Leigubílstjórinn öskrar upp yfir sig, missir stjórn á bílnum, næstum því búinn að keyra í veg fyrir strætó, fer upp á gangstétt og stoppar örfáum sentímetrum frá búðarglugga.
Í nokkrar sec. er allt hljótt í bílnum. Síðan segir bílstjórinn: “Heyrðu félagi, þetta skaltu aldrei gera aftur. Þú hræddir næstum úr mér líftóruna!”
Farþeganum er illa brugðið en segir að lokum: “Fyrirgefðu ég vissi ekki að smá pikk í öxlina myndi valda þessum viðbrögðum..”
“Æj, fyrirgefðu” segir bílstjórinn, “þetta er nú reyndar ekki þín sök.
Í dag er fyrsti dagurinn minn sem leigubílstjóri, ég er búinn að vera að keyra líkbíl í 25 ár…”




Það var einu sinni kanína sem var alltaf blindfull, á hverju kvöldi varð hún full og um morgunninn alveg geisilega þunn.
En um einn morguninn skeði það að hún vaknaði við hljóð sem var
eins og eitthvað skrölt og hún fer út og athugar málið. En fyrir utan er rebbi vinur hennar á hjóli og hún segir rám eftir fylliríið í gærkvöldi. “Hvað hvernig fórstu að því að kaupa þér svona flott hjól” þá svarar rebbi “það er hægt að leifa sér margt ef maður eyðir ekki öllum peningunum sínum í áfengi” og hann brunaði burt á nýja hjólinu sínu. Nokkrum dögum senna vaknar kanínan við þenna mikla nið í mótorhjóli og þá er það rebbi og hún segir “Hvað hvernig fórstu að því að kaupa þér svona flott mótor hjól” þá svarar rebbi “það er hægt að leifa sér margt ef maður eyðir ekki öllum peningunum sínum í áfengi”. Og hann brunar burt.
Og svo einn mánudag vaknar kanínan eftir þetta rosalega fyllirí hlegarinnar við bíla nið og hún fer að athuga málið sér hún ekki þá rebba á þessum fína bleika Trabant “Hvað hvernig fórstu að því að kaupa þér svona flottan bíl þá svarar rebbi ”það er hægt að leifa sér margt ef maður eyðir ekki öllum peningunum sínum í áfengi“ og hann brunaði burt á nýja bílnum.
Einn dag er rebbi að keyra á nýja bílnum sínum þá birtist þyrla fyir ofan hann og hann getur varla haldið bílnum á götunni fyrir vindinum hann stígur út úr bílnum og sér að þyrlan lendir sér hann þá ekki kanínuna koma út úr þyrlunni blindfulla. Hann segir við kanínuna ”hvernig áttir þú efni á þessu“ og hún segir ”ég fór í endurvinsluna með flöskurnar“




Gömul kona á elliheimilinu Grund var að gangu um og sá gamlan mann horfa á sig. Hún brosti og spurði hann hvað hann vildi.

”Svo ég komi mér beint að efninu“,sagði karlinn, ”þá veit ég að við erum bæði gömul og getum ekki notið kynlífs lengur, þannig að ég var að hugsa um hvort þú gætir ekki hjálpað mér.“

”Auðvitað“, sagði hún og brosti.

”Ég var að hugsa um hvort við gætum farið í gönguferð í garðinum og þú gætir haldið um typpið á mér í smástund.“

Gamla konan sá engan skaða í því, svo að hún samþykkti það. Eftir það, var það daglegur atburður hjá gömlu konunni og gamla manninum
að fara í gönguferð og settust svo á bekk í garðinum þar sem hún hélt um typpið á honum í smástund.

Einn daginn, fór konan að beknnum en maðurinn var ekki þar. Vonsvikin og sár, leit hún í kringum sig í leit að honum. Hennar til mikillar furðu, sá hún hann með annarri konu á nálægum bekk þar sem hún var að halda um typpið á honum!

Hún, öskuvond, æðir að gamla manninum og skrækir, ”Hvað hefur hún sem ég hef ekki?“

Hann lítur upp, brosir og svarar, ”Parkisons“




Maður nokkur deyr og rankar við sér í helvíti. Hann verður að sjálfsögðu
ekki mjög ánægður og fer að hugsa þar sem hann stendur í biðröðinni þar sem
menn eru skráðir inn. Hann hugsar með sér að hann hafi nú ekki verið svo
slæmur að hann eigi þetta skilið. Þegar hann lítur upp sér hann sér til
mikillar skelfingar að það er komið að honum að skrá sig inn. Hann gengur
rólega að ráðgjafanum við hliðið og getur ekki falið hve vonsvikinn hann er.
”Hvað er að, þú lítur ekki út fyrir að vera mjög hamingjusamur.“ segir
ráðgjafinn.
”Við hverju býstu? Ég er í helvíti!“, segir náunginn.
”Það er nú ekki svo slæmt, við reynum að hafa gaman hérna. Drekkurðu?“ spyr
ráðgjafinn.
”Auðvitað, ég drekk mikið“, segir náunginn.
”Nú, þá áttu eftir að elska mánudaga. Á mánudögum drekkum við okkur
blindfulla. Þú getur fengið viskí, romm, tequila, bjór og hvað sem hugurinn
girnist. Við höfum partý alla nóttina og þú mátt drekka eins mikið og þú
vilt. Reykirðu ? “
”Já reyndar geri ég það“, svarar maðurinn.
”Hva ! Þá áttu eftir að elska þriðjudaga. Við reykjum alla þriðjudaga. Það
er svona reykdagur. Við reykjum fína vindla og fínar sígarettur, það er leit
að öðru eins gæðatóbaki. Þú getur reykt eins og þú vilt án þess að hafa
áhyggjur af krabbameini eða hjartasjúkdómum því þú ert nú jú dauður nú
þegar. En notarðu eiturlyf ?“
”Aðeins hef ég prófað það, á mínum yngri árum.“
”Þá er tími til að prófa það sem þú átt eftir að prófa, vegna þess að
miðvikudagar eru dópdagar. Engar áhyggjur af því að taka of stóran skammt
eða að verða háður því að allir erum við nú dauðir hvort sem er, en finnst
þér gaman í fjárhættuspilum ?“
”Ég dýrka það,“ segir maðurinn.
”Þá eru fimmtudagar þínir dagar. Við spilum allan daginn, - póker, - tuttugu
og einn, - kappreiðar, allt bara. En ertu hommi ?
“Nei reyndar ekki.”
“Ó, þá áttu ekki eftir að fíla föstudaga…..”




Prófessor einn fyllti krukku af steinum.

Þegar hann gat ekki sett fleiri steina í krukkuna þá spurði hann nemendur
sína: Er krukkan full núna? Já svöruðu allir.

Þá tók prófessorinn fram smærri steina og setti þá varlega í krukkuna. Litlu
steinarnir féllu niður á milli stóru steinanna og þegar hann gat ekki látið
fleiri steina ofan í - þá spurði hann aftur. Er krukkan full núna? Allir
voru sammála að svo væri.

Þá tók prófessorinn fram poka med sandi og hellti honum í krukkuna þar til
hún var full og sagði svo: Ímyndið ykkur að þetta sé lífið ykkar.

- Stóru steinarnir eru það sem mestu skiptir í lífinu eins og
fjölskylda,vinir, góð heilsa osv frv.
- Minni steinarnir eru minna áríðandi hlutir eins og hús, bíll og vinna.
- sandurinn er allt mögulegt annað.

Ef þið fyllið krukkuna med sandi er ekki pláss fyrir stóra og litla steina.
Það sama gildir fyrir líf ykkar. Ef þið notið allan ykkar tíma og orku i
yfirborðskennda og lítið mikilvæga hluti verður ekki pláss fyrir stóra og
mikilvæga hluti. Allir í salnum kinkuðu kolli.

Tekur nú prófessorinn upp einn bjór og opnar hann og hellir úr honum yfir
krukkuna og bjórinn rennur á milli sands og steina. Hann brosir til hópsins
og segir:

Móralinn er að sama hvað skeður í lífi þínu - þá er alltaf pláss fyrir einn
bjór!!!!!!!