Dag einn fór maður nokkur út í garðinn sinn og sá að það var górilla uppi
í trénu hans. Hann stökk strax inn aftur og hringdi í
dýragarðinn. Dýragarðsmenn lofuðu að senda strax górillusérfræðing á
staðinn.
Stuttu seinna kom maður á staðinn á gömlum pallbíl. Hann kom út með stórt
prik, handjárn og haglabyssu. Á eftir honum kom mjög illilegur hundur.
“Hvað á þetta nú að þýða?” spurði húseigandinn.
“Ert þú ekki sá sem er með górillu uppi í tré?” var svarið.
“Jú, en til hvers er allt þetta dót?”
“Sko… Ég klifra upp í tréð með þetta prik. Ég pota því í apann þangað
til hann dettur niður úr trénu. Þegar hann gerir það stekkur hundurinn til
og bítur hann í eistun. Þegar apinn krossleggur handleggina til að verja
sig, þá setur þú handjárninn á hann og þar með höfum við náð í górillu.”
“Allt í lagi, en til hvers er haglabyssan?”
“Já, sko… hún er til staðar ef ég dett úr trénu fyrst. SKJÓTTU ÞÁ
HELVÍTIS HUNDINN ! !”


***


Það var einu sinni 4 ára strákur sem fannst gaman að leika sér með leikfangalestina sína. Einn daginn, vildi svo
til að móðir hans stóð í dyrunum og hlustaði á strákinn leika sér. Hún var furðulostinn að heyra hann segja,
“Ok, allir skíthælar sem vilja fara í lestina, farið í lestina. Og allir skíthælar sem vilja fara úr lestinni,
farið úr lestinni. Og allir skíthælar sem viljið skipta um sæti, skiptið um sæti núna, því að lestin er að drullast af stað.

Móðirin var í losti, skammaði strákinn og sagði við hann,
”Jæja sonur sæll, ég vil að þú farir upp og fáir þér blundinn þinn, og þegar þú vaknar þá mátt þú ekki leika þér
að lestinni þinni í tvo klukkutíma.“ Svo að drengurinn fór og fékk sér blund og minntist ekki á lestina sína í
tvo klukkutíma eftir að hann vaknaði. Eftir tvo liðna klukkutíma fór hann til móður sinnar og spurði hvort hann mætti
leika sér að lestinni sinni núna. Hún sagði já og spurði hvort hann hafi skilið af hverju honum var refsað.
Hann kinkaði kolli og fór að leika sér að lestinni. Móðirin stóð í dyrunum og hlustaði á hvað sonur hennar var að segja.
Drengurinn settist hjá lestinni sinni og sagði rólegur,

”Ok, allar dömur og herrar sem vilja fara í lestina, farið í lestina. Og allar dömur og herrar sem vilja fara úr lestinni,
farið úr lestinni. Og allir þið skíthælar sem viljið kvarta út af tveggja tíma seinkunn, farið og talið við Drusluna sem er í
eldhúsinu!

HÍHÍHÍHÍHÍHÍHÍHÍ