Gamall maður lá á dánarbeði sínu. Þegar hann fann greinilega að hann átti
mjög skammt eftir ólifað, fann hann allt í einu dásamlegan bökunarilm koma
úr eldhúsinu, þetta voru greinilega súkkulaðibitasmákökur. Með einstökum
viljastyrk tókst honum að hífa sig fram úr og komast alveg fram á gang og
inn í eldhús. Þegar hann var kominn þangað beitti hann allra síðustu
kröftum sínum í að teygja sig eftir köku. Hann var svo gott sem kominn með
eina í hendurnar þegar konan hans lamdi á handarbakið á honum með sleif og
sagði: “Láttu kjurt, þær eru fyrir erfidrykkjuna.”





Tvær ljóskur fóru í fyrsta skipti til útlanda og voru að fara í fyrsta sinn
í lest. Þegar þær eru búnar að koma sér vel fyrir í sætunum gengur
ávaxtasali á milli sætaraðanna og er að selja framandi ávexti sem þær hafa
aldrei séð áður. Þær ákveða að kaupa sér sitthvorn ávöxtinn.


Önnur ljóskan ákveður að gæða sér á ávextinum um það leyti sem lestin er að
fara inn í göng. Þegar lestin kom út úr göngunum lítur hún á vinkonu sína
og segir, “Ég myndi ekki borða þennan ávöxt ef ég væri þú.”


“Af hverju ekki?”


“Ég tók einn bita og varð blind í hálfa mínútu.”






Daywalker xxxxx