Kona nokkur sem ólétt er að þríburum lendir í því óhappi að vera rænt og ræninginn skýtur hana þrisvar í magann.

Læknarnir ákveða að skera hana ekki upp til að fjarlægja byssukúlurnar vegna áhættunar sem því fylgir, en betur fer en á horfist og nokkrum mánuðum síðar fæðir hún þrjú heilbrigð börn.

Allt gengur að óskum í þrjú ár, þar til einn góðan veðurdag að ein dóttirin kemur til mömmu sinnar hágrátandi:
“Ég var bara að pissa og þá kemur einhver hörð kúla út úr henni!”

Mamman útskýrir fyrir dóttur sinni hvað hafði gerst 16 árum áður og að allt sé í lagi.

Um það bil viku seinna kemur önnur dóttir til mömmu sinnar og segir hágrátandi:
“Ég var bara að pissa og þá kemur einhver hörð kúla út úr henni!”

Mamman útskýrir aftur hvað hafði gerst og allt hefði verið í lagi. Systir hennar sé búin að lenda í þessu, en ekkert hafi gerst fyrir hana.

Nokkrum dögum síðar kemur strákurinn til mömmu sinnar, alveg eyðilagður og hágrátandi:

“Mamma, ég var að kippa í og skaut hundinn!!”