Kæri sonur, 
Ég skrifa þetta bréf hægt af því að ég veit að þú getur ekki 
lesið mjög hratt. Við búum ekki lengur þar sem að við 
bjuggum þegar þú fórst að heiman. Pabbi þinn las í 
blöðunum að flest slys gerast innan við 20 mílur frá 
heimilunum, þannig að við fluttum. Ég get ekki sent þér 
heimilisfangið af því að fjölskyldan sem bjó hérna á undan 
okkur tók
húsnúmerið þegar þau fluttu til þess að þau þyrftu ekki að 
breyta heimilisfanginu sínu. 
Veðrið er ekki slæmt hérna. Það rigndi bara tvisvar í síðustu 
viku;
í fyrsta skipti í þrjá daga og í seinna skiptið í fjóra daga. 
Varðandi jakkann sem þú vildir að ég sendi þér, þá sagði 
Stjáni frændi þinn að hann væri of þungur til að senda í pósti 
með tölunum, þannig að við klipptum þær af og stungum 
þeim í vasana. 
Jón læsti lyklunum sínum inni í bílnum í gær. Við erum öll 
mjög áhyggjufull vegna þess að það tók tvo tíma að ná okkur 
pabba þínum út. 
Systir þín eignaðist barn í morgun; en ég hef ekki enn komist 
að því hvers kyns það er þannig að ég veit ekki hvort það er 
frænka eða frændi. Barnið lítur alveg eins út og bróðir þinn… 
Annars er ekki mikið meira í fréttum. Það hefur ekkert mikið 
gerst. 
Ástarkveðjur,
                   mamma. 
P.S. Ég ætlaði að senda þér peninga en ég var búin að loka 
umslaginu…