Sherlock Holmes og Dr. Watson fóru í tjaldútilegu. Þegar þeir voru lagstir í svefnpokana sagði Holmes skyndilega: - Watson, segðu mér hvað þú sérð þegar þú horfir upp í himininn? Watson: - Ég sé milljónir og aftur milljónir stjarna.
Holmes: - Og hvað segir það þér?
Watson: - Stjarnfræðilega sgir það mér að það séu til milljónir af vetrarbrautum og hugsanlega trilljónir af plánetum.
Guðfræðilega segir það mér að Guð sé mikill og að við séum smáir og lítilfjörlegir. Veðurfræðilega segir það mér að það verði gott veður á morgun. En hvað segir það þér?
Holmes: - Enhver hefur stolið tjaldinu okkar.


******************************************* ***********************


Einu sinni var hafnfirðingur að hoppa ofan á holræsisloki. Hann sagði “53, 53…”í sífellu. Þá kom að Reykvíkingur og spurði “Hvað ertu að gera?” Hafnfirðingurinn svaraði: “Ég er bara að hoppa.” Reykvíkingurinn spurði “Má ég prófa?” Hafnfirðingurinn sagði að það væri allt í lagi. Reykvíkingurinn tók að hoppa og segja “53, 53”. Þá kippti Hafnfirðingurinn holræsislokinu undan honum og sagði: “54, 54…”


****************************************** ************************


Einu sinni var gamall maður sem gekk um með tannbursta í bandi. Eitt sinn gekk maður fram hjá og spurði gamla manninn: - Hvað heitir hundurinn þinn? Gamli maðurinn svaraði: - Þetta er ekki hundur, ég er með tannbursta í bandiþ Þá sagði hinn: Ó, ég hélt að þú værir eitthvað bilaður. Þegar maðurinn var farinn sagði gamli maðurinn við tannburstann:- Þarna göbbuðum við hann, Snati!