Blindur maður gengur inn á veitingastað og sest niður. Þjónninn, sem einnig er eigandi staðarins, gengur til blinda mannsins og réttir honum matseðilinn.
“Afsakaðu mig, herra, en ég er blindur og get ekki lesið á matseðilinn. Réttu mér bara skítugan gaffal frá öðrum viðskiptavini, ég skal þefa af honum og svo skal ég panta.”
Eigandinn fer undrandi að hrúgu af skítugum göflum og nær í fitugan gaffal. Hann snýr aftur til blinda mannsins og réttir honum gaffalinn. Blindi maðurinn þefar stíft af gafflinum og segir svo:
“Ah, já, mig langaði einmitt í þetta, kjöthleif og stappaðar kartöflur.”
“Ótrúlegt”, segir eigandinn við sjálfan sig á meðan hann röltir inn í eldhúsið. Kokkurinn reyndist vera eiginkona þjónsins og hann segir henni hvað hafði skeð. Blindi maðurinn lýkur við máltíðina og fer.
Nokkrum dögum síðar kemur blindi maðurinn aftur á veitingastaðinn og þjónninn færir honum óvart matseðilinn.
“Herra, manstu ekki eftir mér? Ég er blindi maðurinn” -“Fyrirgefðu, ég þekkti þig ekki, ég skal sækja skítugan gaffal handa þér.” Sagði þjónninn og náði í skítugan gaffal og rétti blinda manninum. Eftir að hafa þefað vel af gafflinum segir blindi maðurinn:
“Þetta ilmar unaðslega, Ég ætla að fá makkaróní og ost með spergilkáli.” Aftur gengur þjónninn inn í eldhús vantrúaður og hugsar með sér að sá blindi væri að fíflast í honum og segir konunni sinni að næst þegar blindi maðurinn kæmi inn, myndi hann gera örlítið próf. Sá blindi borðar og fer. Sá blindi kemur aftur á veitingastaðinn ekki svo löngu seinna, en í þetta skiptið sér þjónninn hann koma og hleypur inn í eldhúsið.
Hann segir Maríu, konunni sinni að nudda gaffli við nærbuxurnar sínar áður en að hann færi með gaffalinn til blinda mannsins. María gerir svo og skilar þjóninum gafflinum. Þegar blindi maðurinn sest niður, er þjónninn kominn í viðbragðsstöðu.
“Góða kvöldið, herra, í þetta sinn man ég eftir þér og ég hef hérna tilbúinn gaffal handa þér”
Blindi maðurinn þefar mikið af honum og segir loksins:

“Hey, ég vissi ekki að María ynni hér!?”