Ungur maður sótti um vinnu sem afgreiðslumaður í Kaupfélagi úti á
landi.

Þetta var svona alvöru kaupfélag þar sem hægt var að fá allt milli himins
og jarðar. Kaupfélagsstjóranum leist vel á manninn þótt hann væri ungur og
óreyndur og ákvað að taka hann til reynslu. Hann sagði manninum að mæta
morguninn eftir og síðan myndi hann koma um kvöldið og athuga hvernig hefði
gengið.

Þegar kaupfélagsstjórinn kom í búðina kvöldið eftir spurði hann unga
manninn hvað hafði afgreitt marga viðskiptavini þennan fyrsta dag. “Bara
einn,” sagði drengurinn. Þetta fannst kaupfélagsstjóranum ekki mikið en
spurði hvað hann hefði selt fyrir mikið.

“Fimm milljónir eitthundrað níutíu og þrjúþúsund áttahundruð þrjátíu og
tvær krónur,” sagði afgreiðslumaðurinn. “Fimm milljónir eitthundrað níutíu
og þrjúþúsund áttahundruð þrjátíu og tvær krónur,” endurtók
kaupfélagsstjórinn rasandi hissa. “Hvað seldirðu honum eiginlega?” “Jú,
sjáðu til,” sagði drengurinn, “fyrst seldi ég honum lítinn öngul, síðan
seldi ég honum miðlungsstóran öngul, þá stóran öngul, svo veiðistöng og
síðan spurði ég hann hvar hann ætlaði að veiða. Hann sagðist ætla að veiða
í vatninu og þá sagði ég honum að hann þyrfti bát og seldi honum plastbát
með 40 hestafla utanborðsmótor. Þá sagði maðurinn að hann gæti aldrei
flutt bátinn á Daihatsuinum sínum svo ég fór með hann í véladeildina og
seldi honum nýjan Landróver. ” Nú var andlitið hálfdottið af
kaupfélagsstjóranum og hann sagði: “Maðurinn kemur hér inn til að kaupa
einn lítinn öngul og þú selur honum bæði bát og bíl.”

“Nei, nei,” sagði strákurinn. “Hann kom hingað til að kaupa dömubindi handa
konunni sinni og ég sagði við hann að fyrst að helgin væri hvort eð er ónýt
hjá honum væri eins gott fyrir hann að fara að veiða!”