Það bar til tíðinda að kona kom til læknis og kvartaði undan verkjum. Hún sagði við lækninn,

“Ég get svo lítið sofið því að mér er svo illt á vinstri hlið líkamans”.

Læknirinn svaraði, “Nú, af hverju sefurðu þá ekki á hinni hliðinni?”

“Ja, mér er svo rosalega illt þar líka!”

Enn svaraði læknirinn, “Nú, liggðu þá á bakinu við svefninn”

Konan svaraði í bragði, “Jah, það get ég ekki því þá kemur hann Jón!”

Þá sagði læknirinn, “Nú, liggðu þá á maganum!”

“Heh, þú þekkir greinilega ekki hann Jón” :þ