Lalli vaknaði upp með þennan því líka hausverk. Það tók langan tíma þar
til hann hafði safnað nægilega orku til þess að opna augun. Það fyrsta
sem hann sér eru tvær asperin og vatnsglas á náttborðinu. Hann rís úr rekkju
og þá sér hann föt sínn á stólnum hrein, nýpressuð og samanbrotin. Hann
lítur yfir herbergið allt er hreint og gljáð. Afþurrkað glansandi fínt.

Hann fer á klóið, allt húsið er svona glansandi flott. Hann tók asperin
töflurnar sínar og sér þá miða borðinu. “Elskan ég þurfti að fara niður
í bæ að verzla. Morgunverðurinn tilbúinn fram á borðstofuborðinu,

ástarkveðjur”

Þegar Lalli kemur fram er sonur hans einnig við morgunverðarborðið.
Lalli spyr hann “Hvað gerðist eiginlega í gærkvöldi?”

“Þú komst heim kl. 4 í nótt gjörsamlega að herðablöðunun. Ældir á gólfið í
forstofunni. Braust borðið í ganginum og dast innum eldhúsdyrnar og fékkst
glóðurauga þegar þú lentir í gólfinu og veltir öllum borðstofuhúsgögnunum yfir þig.”

Lalli er undrandi og ruglaður “En hvers vegna er allt í svona fínu lagi.
Vel tiltekið og flott?”

Sonurinn svaraði “Já, það. Heyrðu þegar mamma dró þig inn í rúm og var að
reyna að draga af þér buxurnar. Kallaðir þú aftur og aftur. Heyrðu kona, láttu mig í friði ég er giftur”