Þrír menn gengu inn á hótel og ætluðu að panta herbergi.
Hótelþjónninn sagði þeim að aðeins þrjú
verstu herbergin væru laus. Þeir ákváðu að láta
sig hafa það og tóku þau.

Sá fyrsti fær naglaherbergið sem hann hélt að væri
skást. Hinn tók steinaherbergið sem hann hélt að
væri næstbest. Sá þriðji sat uppi með mauraherbergið.

Daginn eftir töluðu þeir saman um nóttina hjá hvorum
öðrum. Sá sem fékk naglaherbergið sagði: “Það voru naglar
allstaðar og ég stakk mig hvert sem ég fór” sagði hann og
sýndi þeim rispurnar.

Sá sem fékk steinaherbergið sagði:“ ég er allur marinn
því að steinarnir duttu öðru hverju á mig í nótt og
rúmið mitt var grjóthart”.

En sá sem var í mauraherberginu var skælbrosandi og
sagði:“ég svaf mjög vel. ég drap bara einn maur
og allir hinir fóru í jarðarförina”.