Maður hringir í konuna sína úr vinnunni og segir, “mér gafst rétt áðan
tækifæri á að fara með mjög mikilvægum viðskiptavini í viku veiðiferð.
Þetta er alveg ótrúlega gott tækifæri sem ég verð að nýta mér. Ég verð að
fara strax, þannig að gætir þú ekki pakkað fyrir mig einhverjum fötum,
veiðidótinu mínu og bláu silkináttfötunum mínum, ég verð nú að koma vel
fyrir þannig að passaðu að gleyma þeim ekki. Ég kem eftir klukkutíma
og næ í þetta.”
Maðurinn flýtir sér heim að ná í dótið, faðmar konuna sína, biðst afsökunar
á því hve fyrirvarinn hafi verið stuttur og drífur sig af stað.

Viku síðar kemur maðurinn aftur heim og konan spyr hann, “gekk ferðin
vel elskan?”
Maðurinn svarar, “já, við mokveiddum…en þú gleymdir silkináttfötunum
mínum.”
Konan brost og sagði, "nei það gerði ég ekki… ég setti þau í veiðitöskuna
þína.

kk signy