Ljósmyndarinn og Heklugosið.

10.3.00
Ljósmyndari var sendur til að taka myndir af Heklugosi. Hann útvegaði sér leiguflugvél og var samið um að hann yrði tekinn í flugvélina fyrir utan Hótel Loftleiðir. Ljósmyndarinn var nokkuð seinn fyrir og var farinn að óttast að flugmaðurinn yrði farinn þegar hann kæmi. Þegar hann er búinn að leggja bílnum og kominn inn á planið þar sem vélarnar eru, sér hann flugvélina á planinu og flugmann undir stýri. Ljósmyndarinn skellti sér um borð og sagði strax, “eigum við ekki að skella okkur af stað?”

Flugmaðurinn beið ekki boðanna og skellti sér af stað. Þegar þeir voru að renna yfir Engey, sagði ljósmyndarinn, “byrjaðu á að fara norður fyrir Heklu,” “ha” sagði flugmaðurinn, “erum við að fara til Heklu, ég er ekki viss um að ég rati?” Ljósmyndarinn svaraði, “ég ætla að taka ljósmyndir, ég tók það fram þegar ég leigði vélina að ég þyrfti að fljúga yfir Heklu til að taka myndir.” “Hvað segirðu” sagði flugmaðurinn, “ertu ekki flugkennarinn?”

Tveir góðir vinir

Tveir vinir voru saman í útilegu í Ástralíu, þeir voru nýbúnir að koma sér fyrir þegar annar ákvað að fara að míga. Allt í einu heyrist skaðræðis öskur og félaginn kemur hlaupandi út úr runnanum og gargar “SNÁKUR BEIT MIG Í TIPPIÐ!!”.
Hinn segir honum að bíða á meðan hann fer í bæinn og nær í lækni.
Þannig að hann fer í bæinn og eftir langa mæðu finur hann lækni.
“Læknir!! Vinur minn var bitinn af snáki!!!” segir vinurinn, “það er alt í lagi” segir læknirinn “eina sem þú þarft að gera er að sjúga eitrið úr”.
Vinurinn þakkar honum fyrir og flýtir sér til baka. Þegar að hann kemur öskrar slasaði vinurinn á hann, “HVAÐ SAGÐI LÆKNIRINN, HVAÐ SAGÐI HANN?”,
“Hann sagði að þú ættir engan möguleika”.