Má ég benda ykkur á snildarþátt á RÚV sem heitir Hrekkjalómur (Trigger Happy TV) sem er á miðvikudögum kl. níu. Þetta eru breskir gaurar sem eru með eins konar falda myndavél og eru að steypa í fólki… ég hef sjaldan séð svona mikla snilld áður… t.d. í síðasta þætti þá voru tveir gaurar í kanínu búningi að gera það í bíó, svo eitthvað sé nefnt. Svo eru allt verið að böggast í gömlu fólki, einn gaur sem er með gsm síma á særð við ferðatösku, lögga sem er að bögga alla og bara þvílíkt bull…
Tékkið endilega á þessu! ég hélt ég myndi deyja úr hlátri síðast… :)