Allir bílar eru komnir með stýrikerfi nútildags Svona myndi það vera ef þú keyrðir út í búð og stýrikerfi stjórnaði
bílum þínum…




MS-DOS: Þú sest inn í bílinn og reynir að muna hvar þú settir lyklanna.

Windows: Þú sest inn í bílinn og keyrir út í búð mjög hægt vegna þess að
þú ert með nokkrar smálestir í eftirdragi.

Mac System 7: Þú sest inn í bílinn, og alveg af sjálfdáðum,ekur
hann
þér út í kirkju.

Unix: Þú sest inn í bílinn og skrifar “grep búð”. Eftir að hafa komist
á 270 kílómetra hraða stígur þú út hjá rakaranum.

Windows NT: Þú sest inn í bílinn og skrifar staf sem segir “fara út í
búð”. Síðan ferð þú út úr bílnum, setur stafinn á mælaborðið og bíður
eftir að eitthvað gerist. En það eina sem bílinn gerir er að flauta.

OS/2: Eftir að hafa dælt um 24000 lítrum af flugvélabensíni í bílinn,
sest þú inn í hann og keyrir út í búð með mótorhjólaeftirfylgd.
Hálfleiðis springur bíllinn, drepandi alla í bænum.