Gömul hjón eru í mat hjá kunningja fólki sínu. Eftir matinn fara konurnar inn í eldhús að spjalla en karlarnir sitja áfram í stofunni.

“Við fórum á frábæran veitingastað í gærkvöld sem þið verðið að prófa,” segir annar þeirra allt í einu.

“Og hvað heitir hann?” spyr hinn.

Hann verður hugsi smá stund og getur bara ekki munað nafnið á veitingastaðnum. Loks segir hann: “Æj, hvað heita aftur blómin þarna…”

“Túlipanar?” spyr hinn.

“Nei,” segir hann, “maður gefur þau oft þeim sem maður elskar.”

“Rósir?”

“Hmmm,” hugsar hann, “nei, ekki það. Er ekki eitthvað annað blóm sem maður gefur stundum þeim sem maður elskar?”

“Jú,” segir hinn, “Liljur”.

“Akkúrat, það var það. Takk,” segir hann og snýr sér í átt að eldhúsinu: “Lilja mín, hvað hét aftur veitingastaðurinn sem við fórum á í gær?”
_______________________________________________ ____________________


Jón situr á barnum og slefar yfir svakalegri gellu í stuttu pilsi. Hann ákveður að senda henni drykk. Það ótrúlega gerist, hún kemur til hans og þau spjalla saman vel og lengi.

Allt í einu segir hún: “Þú lítur út fyrir að vera ótrúlega góður strákur, svo ég ætla að vera hreinskilin við þig og segja þér það strax. Ég er vændiskona og tek 20 þúsund fyrir það sem þú heldur að þú sért að fara að fá frítt.”

“Pengingar eru ekki vandamálið,” segir Jón. “En fyrst þú ert svona hreinskilin, þá verð ég að segja þér svolítið líka. Þegar ég fæ það, þá verð ég alveg dýrvitlaus. Ég bít, klóra, sparka, kýli, toga í hárið á þér, rústa jafnvel húsgögnunum.”

“Guð minn góður,” segir konan. “Ég hef aldrei heyrt um neinn sem verður svona æstur við að fá fullnægingu. Hvað stendur þetta lengi?”

“Þar til ég fæ 20 þúsund kallinn tilbaka…”
_________________________________________ __________________________
Goggi gamli var í sinni árlegu skoðun hjá lækninum. Öll próf koma vel út og læknirinn spyr Gogga:

“Þetta lítur vel út líkamlega, en hvernig líður þér annars andlega? Ertu í góðu sambandi við Guð og menn?”

“Ég og Guð erum góðir félagar. Hann veit að ég sé illa, svo hann hjálpar mér þegar ég þarf að pissa um miðja nótt. *Púff!* Ljósið kviknar þegar ég pissa, og svo *Púff!* þegar ég er búinn, slökknar það aftur.”

“Það er ekkert annað,” segir læknirinn, “hreint ótrúlegt!”

Eftir skoðunina hringir læknirinn í konuna hans Gogga og lýsir áhyggjum af honum:

“Hann er alveg heilbrigður líkamlega, en hann sagði mér að Guð kveiki og slökkvi ljósið á nóttunni þegar hann þarf að pissa.”

“Gamla fíflið!” segir konan, “hann hefur verið að míga í ískápinn eina ferðina enn…”

___________________________________________ ________________________

Mamman var í eldhúsinu að elda og hlusta á litla son sinn, 5 ára inni í stofu að leika sér með nýju rafmagnslestina sína.

Hún heyrir lestina stöðvast og sonur hennar segir: “Allir að drulla sér út ef þið ætlið út, því þetta er síðasta anskotans stoppistöðin í dag! Og allir drullusokkar sem ætla með, drulla sér inni í lestina, því við erum anskoti seinir í dag.”

Mömmunni bregður auðvitað og fer og skammar strákinn: “Ég vil ekki hafa svona orðbragð í mínum húsum. Snáfaðu inn í herbergi og vertu þar. Ég skal kalla á þig þegar þú mátt koma fram aftur og þá ætlast ég til þess að þú notir ekki svona orðbragð.”

Tveimur tímum seinna fær strákurinn að koma fram og byrjar aftur að leika sér með lestina.

Brátt er leikurinn kominn aftur á fullt og lestin stöðvast. Mamman heyrir strákinn segja: “Góðir farþegar, munið að taka allt dótið ykkar með þegar þið farið út. Við þökkum fyrir okkur og vonandi komið þið fljótt aftur.”

Hún heyrir litlu elskuna sína halda áfram: “Þeir sem eru að koma um borð, munið, það er bannað að reykja í lestinni. Við vonum að ykkur líði vel í ferðinni í dag.”

Þegar mamma hans var að byrja að brosa, bætir hann við: “Og þið ykkar sem eruð fúl yfir tveggja tíma seinkunni, talið við beljuna inni í eldhúsi…”
_________________________________________ __________________________


KV, svartipetu