Þessi saga/brandari gerist á þeim tíma sem berklaveikin geysaði sem hæst. Allsstaðar voru svona hrákadallar sem fólk hrækti í og ekki batnaði þetta við að berklaveikin gekk þar sem fólk þurfti endalaust að hrækja einhverju ógeði útúr sér. Maður nokkur sem var róni átti engan pening og dauðlangaði í áfengi. Hann byrjaði að betla fólk um pening en ekkert gekk.
Hann labbar næst inná krá og sér þar tvo frekar ríka menn. Hann byrjar að betla þá um pening, þá segir annar maðurinn “ef þú færð þér einn sopa úr hrákadallinum þarna þá skal ég gefa þér pening fyrir áfengi” Róninn leit svona yfir dallinn og það flutu sígarettustubbar ofan á horgummsinu með öllu tilheyrandi. Honum leist ekkert á þetta en honum dauðlangaði í áfengi þannig að hann sló til.
Hann byrjaði að drekka úr þessu og mönnunum til furðu þá klárar hann bara úr öllum dallinum. Annar maðurinn spyr “hvað er eiginlega að þér, þú þurftir bara að taka einn sopa en klárar allt úr dallinum” Þá svarar róninn “ég bara gat ekki slitið þetta í sundur”