Er mamma þín vond??? mín er það!

Þegar aðrir krakkar borða nammi í morgunmat þá fæ ég hafragraut eða í mesta lagi cherioos venjulegt.

Á meðan aðrir krakkar fá pepsí og súkkulaði fyrir hádegismat þá fæ ég bara samlokur nema ég geti stolist til að kaupa mér snúð í skólanum.

Og þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég fæ í kvöldmat allskonar mat.

Mamma vill alltaf vita hvar ég er ALLTAF það mætti halda að ég væri í fangelsi. Hún gaf mér ekki GSM til þess að ÉG gæti hringt í vini mína NEI HEI hún keypti hann til þess að geta njósnað um mig.

Og ekki nóg með það ef ég segist ætla eitthvað í klukkutíma þá þýddi það klukkutíma og ekki mínútu lengur. OG ef ég fór eitthvað beint eftir skóla þá þurfti ég alltaf að láta hana vita hvar ég væri.

Þegar ég er lasin þá er ekkert frí, hún telur að ef ég sé fær um að horfa á sjónvarpið eða að vera í tölvunni þá sé ég ekki alvarlega veikur. ÞAÐ Á AÐ VERA LEIÐINLEGT AÐ VERA VEIKUR.

Þegar það er frí í skólanum þarf ég að VINNA vaska upp, búa um rúmið mitt, taka til í herberginu mínu og annað hundleiðinlegt. Ég er viss um að hún liggur vakandi á nóttinni til að pæla í hvað fleira hún getur látið mig gera.

Ég þarf alltaf að segja sannleikan allan sannleikann og ekkert nema sannleikann og ekki nóg með það þá getur hún lesið hugsanir, og hún veit alltaf allt.

Lífið er svooooo erfitt.