1. VITUR
Þetta er þegar þú skyndilega verður sérfræðingur í öllu sem til er. Þú veist að þú veist allt og vilt deila þekkingu þinni meið öllum sem vilja hlusta. Á þessu stigi hefur þú alltaf RÉTT fyrir þér. Og auðvitað hefur sá/sú sem þú ert að tala við alltaf RANGT fyrir sér. Úr þessu getur orðið áhugavert rifrildi þegar báðir aðilar eru VITRIR.

2. FLOTTUR
Þetta er þegar það rennur upp fyrir þér að þú ert flottastur á svæðinu og að allir dýrka þig. Þú getur gengið upp að algjörlega ókunnugugru persónu, vitandi það að hann/hún dýrkar þig og vill endilega tala við þig. Mundu að þú ert ennþá VITUR, þannig að þú getur talað um öll heimsins mál við hann.

3. RÍKUR
Þetta er þegar þú skyndilega verður ríkasti maður í heimi. Þú getur splæst drykkjum á alla á barnum vegna þess að þú ert með brynvarinn bíl fullan af peningum rétt við hliðina. Þú getur einnig veðjað um hvað sem er á þessu stigi, vegna þess að þú ert auðvitað ennþá VITUR, og vinnur þar af leiðandi öll þín veðmál. Það skiptir ekki máli hver upphæð veðmálsins er því þú ert RÍKUR. Þú kaupir líka drykki handa öllum sem þú fílar, vegna þess að þú ert lang FLOTTASTUR

4. SKOTHELDUR
Núna ert þú reiðubúinn til að stofna til slagsmála við hvern sem er, sérstaklega við þá sem þú hefur hingað til verið að rökræða eða veðja við. Það er vegna þess að ekkert getur skaðað þig. Á þessu stigi getur þú líka gengið upp að félögum þeirra sem þú fílar og skorað á þá í stríð um vitsmuni og peninga. Þú hefur engar áhyggjur af því að tapa vegna þess að þú ert VITUR, þú ert RÍKUR og þú er miklu FLOTTARI en þeir.

5. ÓSÝNILEGUR
Þetta er lokastig ölvunarinnar. Á þessum tímapunkti getur þú gert hvað sem er vegna þess að ENGINN GETUR SÉÐ ÞIG. Þú dansar uppá borðum til þess að sýna þeim sem þú fílar hvað þú ert FLOTTUR og vegna þess að hinir sjá þig hvort sem er ekki. Þú ert ÓSÝNILEGUR þeim sem ætlar að berja þig. Þú getur gengið gegn um miðbæinn og sungið af hjartans lyst vegna þess að enginn getur séð þig eða heyrt í þér. Og þar sem þú ert enn VITUR kanntu auðvitað textann…….

Enjoy
ScOpE