Einu sinni voru tippi og sokkur að tala saman þá sagði sokkurinn….:þetta er ömurlegt líf sem ég lifi. Á morgnanna er mér troðið á úldnar tær, og svo í þrönga támjóa skó og svo er traðkað á mér allan daginn. En besti tími dagsins er þegar ég er tekin af tánum og lagður á gólfið.
Þetta er nú ekkert miðað við mig, sagði tippið. Á morgnanna fer ég í sturtu og er nuddaður til og frá…svo er mér troðið í sömu gömlu úldnu nærbuxurnar….þröngar gallabuxur og svo nuddast ég milli lappanna allann daginn…en besti tími dagsins er þegar ég er tekin úr öllum fötunum og leggst upp í rúm og fæ að sofna….en þá er ég rifinn upp aftur…troðið í níð þröngan æfingagalla og látinn gera armbeygjur þangað til að ég æli.
———-

Íri var á bar og sat að sumbli. Þegar hann var búinn að fá nóg og ætlaði að standa upp af barstólnum datt hann beint á andlitið. Hann reyndi að standa upp, en datt aftur. Þá skreið hann út að hurð. Þar reyndi hann að standa upp og aftur datt hann. Hann skreið út og ákvað að skríða þessa 600 metra heim til sín. Þar reyndi hann enn eina ferðina að standa upp og enn sama sagan hann datt. Hann skreið upp stigana og skreið svo upp í svefnherbergi og datt beint á andlitið í hjónarúmið og sofnaði.
Morguninn eftir vaknaði hann við að konan hans öskraði: “Ómar varstu á fylliríi eina ferðina enn.” Já, sagði hann. “Þeir voru að hringja frá barnum, þú gleymdir hjólastólnum aftur.”

——————–

Einu sinni voru fjórar nunnur að fara til Himnaríkis. Þar hittu þær Lykla-Pétur og spurðu hann hvernig þær kæmust inn. Hann sagði að þær verði að svara einni spurningu og spurði svo fyrstu nunnuna. “Hefurðu einhverntímann komist í snertingu við karlmann.” Hún svaraði, “ég hef bara snert einn með puttanum.” Þá sagði Lykla-Pétur: “þvoðu þér þá um puttann og gakktu inn.” Hún gerði það. Svo spurði hann næstu nunnu sömu spurningar og hún svaraði: “Ég hef bara faðmað einn.” Lykla-Pétur sagði þá: “Þvoðu á þér handleggina og gakktu inn.” Það gerði hún. Þá ryðst sú fjórða framfyrir þá þriðju og Lykla-Pétur spyr. “Af hverju ryðstu framfyrir systur þína?” Þá svarar hún. “Ég ætla sko ekki að þvo mér um munninn eftir hún þvær sér um rassinn.
———————


Einn góðan veður dag dóu þrír menn og fóru til Lykla-Péturs. Lykla-Pétur sagði þeim að það væri ekki auðvelt að komast til himnaríkis, og spurði þá þess vegna hve oft þeir höfðu haldið framhjá konunum sínum. Sá fyrsti sagðist aldrei hafa haldið framhjá konuni sinni og þess vegna lét Lykla-Pétur hann fá Bens til að keyra til himnaríkis. Annars sagðist hafa haldið framhjá konuni sinni 2-3 sinnum og þess vegna lét Lykla-Pétur hann fá Skoda til að keyra til Himnaríkis. Sá Þriðji sagðist aftur á móti nota hvert tækifæri til að halda framhjá konuni sinni svo að Lykla-Pétur lét hann fá hjól til að fara upp til himnaríkis, þegar að hann var hálfnaður, más og móður sá hann að Bensinn var kyrrstæður úti í kanti. Hann stoppar og sér að sá fyrsti er grátandi við stýrið hann spyr hvað sé að, þá svara sá fyrsti: ” það var þannig að ég mætti konuni minni og hún var fótgangndi"

——————————
Óskin

Maður sat á bar og horfði á annan sem var með lítinn hest í fanginu. Næsta kvöld var þessi sami maður ennþá með þetta hross og hinn maðurinn var nú farinn að velta fyrir sér afhverju hann væri með þetta hross og ákvað að spurja hann afhverju. Maðurinn sagði að ef hann vildi sjá það yrði hann að koma með honum heim. Maðurinn féllst á það og fór með honum. Þegar heim til hans var komið tók maðurinn með hestinn upp eldgamlan ljótan lampa og byrjaði að nudda lampann hátt og lágt þangað til að Eldgamall andi kom uppúr honum. Andinn sagði við hinn manninn að hann mætti óska sér hvers sem er. Maðurinn hugsaði sig vel um en sagði að lokum: Ég óska þess að vasarnir mínir verði fullir af peningum. Og samstundis fylltust vasar hans. Hann tróð hendinni oní vasann og tók hann upp strax. En hendurnar voru fullar af teningum. Þá sagði maðurinn: Ég vildi fá peninga en ekki teninga. Þá sagði sá með hrossið: Heldurðu virkilega að ég hafi beðið um 30 cm langt trippi?