Ungur maður lenti í þeirri óþægilegu aðstöðu að hætta að ná honum upp svo
hann fer til læknis. Læknirinn segir honum að vöðvarnir sem stjórni
blóðflæðinu niður í liminn séu ónýtir og það sé ekkert sem hægt sé að gera
nema að hann sé tilbúinn að prófa tilraunaaðgerð. Hann spyr hvernig aðgerð
það sé og læknirinn útskýrir það fyrir honum:
“Við tökum vöðva úr rana fílsunga og græðum þá í stað ónýtu vöðvanna og
vonum það besta.”
Honum finnst þetta allt hljóma hálf óhugnalega, en tilhugsunin við að geta
aldrei stundað kynlíf framar verður yfirsterkari
Sex vikum síðar er komið að því að prófa græjuna og býður hann kærustunni í
því tilefni út að borða. Á veitingastaðnum finnur hann allt í einu ótrúlega
pressu á félaganum, hann er að fá standpínu dauðans. Hann ákveður að renna
aðeins niður klaufinni til að losa um hann.

Um leið og hann opnar fyrir klaufina, sprettur félaginn út, grípur
kínarúllu af borðinu og hverfur aftur ofan í buxurnar. Kærastan hans gapir
orðlaus yfir þessu í nokkrar sekúndur og segir síðan: “Vá, geturðu gert
þetta aftur?”

“Já örugglega,” segir gaurinn eldrauður í framan, “en ég er ekki viss um að
það komist önnur kínarúlla upp í rassinn á mér.”


“Lesist við móttöku með orð ráðherra á þingi í gær í huga: Hækkun launa
stjórnar Símans er nauðsynleg vegna þeirrar miklu vinnu, sem bíður hennar
við að bæta ímynd hans.”

Lítil dæmisaga

Íslenskt og japanskt fyrirtæki ákváðu að keppa í róðri á áttæringi.
Liðsmenn frá báðum fyrirtækjum æfðu stíft og voru í toppformi þegar að
sjálfri keppninni kom. Japanirnir urðu 1 km á undan íslenska liðinu.

Eftir útreiðina var mórallinn að sjálfsögðu heldur slæmur í íslenska
fyrirtækinu og yfirstjórnin ákvað að fyrirtækið yrði að vinna keppnina
að ári. Var settur á fót vinnuhópur til að skoða vandamálið.

Eftir heilmiklar pælingar komst vinnuhópurinn að því að Japanirnir létu
7 menn róa en einn stýra. Í íslenska liðinu var það einn sem réri og sjö
sem stjórnuðu. Vegna þessarar miklu krísu afréð yfirstjórn íslenska
fyrirtækisins að fá ráðgjafarfyrirtæki til að kanna strúktur íslenska
liðsins og gera nýtt skipurit ef á þyrfti að halda.

Eftir margra mánaða vinnu komust stjónunarfræðingarnir að því að í
íslenska bátnum væru það of margir sem stjórnuðu en of fáir sem réru. Með
hliðsjón af skýrslu sérfræðinganna var strax ráðist í skipulagsbreytingar.
Í
stað þess að hafa sjö stýrimenn og einn ræðara voru nú hafði fjórir
stýrimenn,
tveir yfirstýrimenn, einn leiðtogi stýrimanna og einn ræðari. Að auki
var ræðarinn “motiveraður” samkvæmt meginreglunni: Að breikka starfssvið
starfsmanna og veita þeim meiri ábyrgð".

Næstu keppni unnu Japanirnir með 2 km forskoti.

Íslenska fyrirtækið rak að sjálfsögðu ræðarann með tilliti til
lélegrar frammistöðu, en greiddi bónus til stjórnarinnar vegna þeirrar
miklu
vinnu sem hún hafði innt af hendi.

Ráðgjafarfyrirtækið gerði nú aðra úttekt og komst að þeirri niðurstöðu
að valin hefði verið rétt taktík og hvatning, því væri það búnaðurinn sem
þyrfti að einbeita sér að.

Í dag er íslenska fyrirtækið að láta hanna nýjan bát.


Kveðja, sopranos