Sársaukaflutningur

Hjón nokkur voru við það að eignast barn. Þegar þau komu á spítalann sagði
læknirinn þeim að búið væri að finna upp nýja vél sem gæti fært hluta
sársauka móðurinnar yfir á föðurinn. Hann spurði hjónin hvort þau væru
tilbúin að prófa hana og þau tóku bæði mjög vel í það.
Læknirinn stillti sársaukaflutninginn á 10% til að byrja með og útskýrði
fyrir þeim að þessi 10% væru sennilega meiri sársauki en eiginmaðurinn
hefði nokkurn tíma upplifað áður.
Hríðirnar jukust óðum en eiginmaðurinn sagði lækninum að honum liði
ágætlega. Þá hækkaði læknirinn sársaukaflutninginn í 20%. Enn
leið eiginmanninum ágætlega. Læknirinn athugaði blóðþrýstinginn hjá honum
og var undrandi á því hve manninum virtist líða vel.
Þegar þarna var komið ákvað hann að prófa að hækka flutninginn í 50%. Og
enn leið eiginmanninum ágætlega.
Þar sem sársaukaflutningurinn hjálpaði eiginkonunni verulega, hvatti
eiginmaðurinn lækninn til að færa allan sársaukann yfir á hann. Eiginkonan
fæddi heilbrigt barn með nánast engum sársauka. Hjónin voru í sjöunda
himni yfir barninu og þessari undursamlegu vél.
Þegar þau komu heim lá bréfberinn dauður á tröppunum.

—————————————– ———————

Hraðakstur

Lögreglan í litlum bæ norður í landi stoppaði Porsche sem ók á 120 km.
hraða þar sem hámarkið er 50 km. Ökumaðurinn var brjálaður. Þegar hann var
færður fyrir sýslumanninn sagði hann: “Ég trúi því ekki að þið hafði
stoppað mig. Þessi bær er algjört rassgat!”
Sýslumaðurinn leit á hann og svaraði, “Og þú ert þá það sem fer í gegn.”

——————————————– ————-

Górilla

Dag einn fór maður nokkur út í garðinn sinn og sá að það var górilla uppi
í einu af trjánum hans. Hann stökk strax inn aftur og hringdi í
dýragarðinn. Dýragarðsmenn lofuðu að senda strax górillusérfræðing á
staðinn.
Stuttu seinna kom maður á staðinn á gömlum pallbíl. Hann kom út með stórt
prik, handjárn og haglabyssu. Á eftir honum kom mjög illilegur hundur.
“Hvað á þetta nú að þýða?” spurði húseigandinn.
“Ert þú ekki sá sem er með górillu uppi í tré?” var svarið.
“Jú, en til hvers er allt þetta dót?”
“Sko… Ég klifra upp í tréð með þetta prik. Ég pota því í apann þangað
til hann dettur niður úr trénu. Þegar hann gerir það stekkur hundurinn til
og bítur hann í eistun. Þegar apinn krossleggur handleggina til að verja
sig, þá setur þú handjárninn á hann og þar með höfum við náð í górillu.”
“Allt í lagi, en til hvers er haglabyssan?”
“Já, sko… hún er til staðar ef ég dett úr trénu fyrst. SKJÓTTU ÞÁ
HELVÍTIS HUNDINN ! !”

————————————

Framtíða rdraumar

Rektor landbúnaðarskólans var að taka viðtal við ungan umsækjanda um
skólavist.
“Hvers vegna hefur þú valið þetta nám?” spurði hann.
“Ég á mér draum um að græða 100 milljónir á landbúnaði eins og pabbi
minn,” svaraði nemandinn tilvonandi.
“Græddi faðir þinn 100 milljónir á landbúnaði?” spurði rektor, steinhissa.
“Nei,” svaraði umsækjandinn, “en hann átti sér draum um það.”

Kveðja, sopranos