Gift par hafði verið skipreka á eyðieyju í marga mánuði. Dag einn rekur annan skipbrotsmann á eyjuna. Nýji maðurinn og konan hrífast strax hvort af öðru en gera sér auðvitað grein fyrir því að þau þurfi að vera hugmyndarík til að geta stundað framhjáhald af fullu kappi, þar sem að eyjan er lítil og tækifærin fá með eiginmannin hangandi yfir þeim.

Eiginmaðurinn er mjög kátur yfir því að fá meiri félagsskap, og líka að nú geti þrír staðið átta tíma vaktir á pallinum, sem að hann hafði smíðað uppi í háu pálmatré, í stað þess að þau hjónin skiptust á tólf tíma vöktum.

Daginn eftir komuna fer nýji maðurinn á sína fyrstu vakt. Á meðan fara hjónin að safna eldivið til að elda kvöldmatinn. Allt í einu öskrar nýji maðurinn niður, “HEY, bannað að ríða!” þau öskra bæði til baka, “við erum ekki að ríða!” Fimmtán mínútum síðar eru þau að reyna að kveikja eldinn, þegar að nýji maðurinn öskrar aftur, “HEY, bannað að ríða!” Þau öskra bæði aftur, “við erum ekki að ríða!” Eftir aðrar fimmtán mínútur eru þau að laga þakið á skýlinu sínu, bíðandi eftir að maturinn verði tilbúinn, þegar að nýji maðurinn öskrar aftur niður, “HEY, ég sagði bannað að ríða! Og þau öskra til baka, ”við erum ekkert að ríða!“

Loks lýkur vakt nýja mannsins og eiginmaðurinn leysir hann af. Hann er ekki hálfnaður upp þegar að nýji maðurinn og konan stökkva á hvort annað og byrja að hafa brjáluð mök. Þegar eiginmaðurinn er kominn upp lítur hann niður og segir, ”ja hver andskotinn, það er satt hjá honum, héðan er alveg eins og að þau séu að ríða."